Íslenski boltinn

Valur vill losna við Gary Martin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gary Martin er á útleið hjá Val.
Gary Martin er á útleið hjá Val. vísir/vilhelm
Gary Martin hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Val í Pepsi Max-deild karla í fótbolta en hann má finna sér félag að sögn Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals.

Gary Martin gekk í raðir Valsmanna í janúar og gerði þriggja ára samning við félagið en Ólafur staðfestir í samtali við 433.is að Valur vilji nú losna við hann.

„Ég er búinn að tilkynna honum að hann megi finna sér nýtt félag. Gary er fínn drengur og búinn að standa sig vel. Hann hentar ekki okkar leikstíl,“ segir Ólafur við 433.is.

Aðeins eru búnar þrjár umferðir af Pepsi Max-deildinni en Valsmenn hafa verið ólíkir sjálfum sér og eru aðeins með eitt stig af níu mögulegum. Gary Martin er búinn að skora tvö mörk, þar af eitt úr víti.

Gary hefur áður raðað inn mörkum í efstu deild á Íslandi fyrir KR og Víking en dagar hans hjá Val virðast taldir.

Félagaskiptaglugganum verður lokað á morgun þannig að enski framherjinn þarf að vera fljótur að finna sér nýtt lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×