Íslenski boltinn

Gary Martin segist ekki ætla að fara frá Val

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Verður Gary Martin í leikmannahópi Vals á fimmtudag?
Verður Gary Martin í leikmannahópi Vals á fimmtudag? vísir/vilhelm

Gary Martin ætlar ekki að fara frá Val þrátt fyrir að Ólafur Jóhannesson hafi sagt enska framherjanum að hann hentaði ekki leikstíl Vals.

Í morgun komu fréttir af því að Ólafur hafi sagt Gary að framherjinn mætti finna sér nýtt félag því hann henti ekki leikstíl Íslandsmeistaranna.

Eftir þrjár umferðir er Gary búinn að skora tvö mörk fyrir Val, annað þeirra úr víti.

Hörður Magnússon sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld að hann hafi rætt við Gary og Englendingurinn ætli að vera áfram hjá Val. Haukur Harðarson bar sömu söguna í kvöldfréttum RÚV.

Félagsskiptaglugginn á Íslandi lokar á morgun, miðvikudag. Næsti leikur Vals er í deildinni á fimmtudaginn gegn Fylki á Würth vellinum í Árbænum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.