Erlent

Komið að lokum umfangsmestu kosninga heimsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Í dag kjósa meiri en hundrað milljón manna í átta ríkjum og um 59 af 545 sætum á þingi Indlands.
Í dag kjósa meiri en hundrað milljón manna í átta ríkjum og um 59 af 545 sætum á þingi Indlands. AP/Rajesh Kumar Singh
Komið er að lokum kosninga í Indlandi sem eru þær heimsins stærstu með um 900 milljónum manna á kjörskrá. Í dag lýkur sjöundu lotu kosninganna í kjördæmum í norðanverðu landinu og er gífurleg öryggisgæsla á svæðinu og hafa langar viðraðir myndast á kjörstöðum.

Í dag kjósa meiri en hundrað milljón manna í átta ríkjum og um 59 af 545 sætum á þingi Indlands. Kosningunum mun ljúka um hádegisbilið en ekki er búist við því að talning hefjist fyrr en á fimmtudaginn.



AFP fréttaveitan segir að til óeirða hafi komið í nótt á milli stuðningsmanna Narendra Modi, forsætisráðherra og leiðtogi BJP-flokksins, og stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar í borginni Kolkata, múgur hafi ráðist á konsingaskrifstofu í borginni og jafnvel hafi sprengju verið kastað að kjörstað. Enginn er þó sagður hafa slasast eða fallið.



Um 57 þúsund lögreglumenn eru á vakt á götum borgarinnar og rúmlega 400 viðbragðsteymi eru í viðbúnaðarstöðu ef til vandræða kemur.

Kjörbaráttan hefur þótt umdeild þykir til marks um að pólitíkin í Indlandi sé komin á lægra plan. Modi og Rahul Gandhi, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins Congress-flokksins, hafa hreytt óyrðum í hvorn annan á undanförnum mánuðum. Forsætisráðherrann hefur til dæmis kallað andstæðing sinn „fífl“ og Ghandi segir Modi vera „þjóf“.

Stjórnarandstaðan hefur sakað Modi um að hunsa efnahag Indlands og einbeita sér aðallega að umdeildum málefnum sem hans helstu stuðningsmönnum lýst vel á.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×