Óli Stefán: Ákváðum að einbeita okkur að sjálfum okkur Guðlaugur Valgeirsson skrifar 19. maí 2019 19:34 Óli Stefán Flóventsson vísir/bára Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA var sáttur með sína menn eftir sigurinn gegn Stjörnunni í dag. Hann sagði að frammistaðan hafi verið góð og að það hafi verið gott að fá 3 stig að auki. „Frammistaðan var hörkugóð og loksins skilaði hún einhverju til baka. Við erum búnir að vera spila ágætlega þó ekki fullkomlega en við settum góða frammistöðu í dag og vorum þéttir og flottir og áttum flottar rispur. Fengum 2 færi sem við klárum og ég er mjög sáttur við það.” Hann sagði að þetta væri mjög gott í ljósi þess hversu svekkjandi síðustu 2 leikir hafa farið. „Við spjölluðum vel eftir síðasta leik og við ákváðum að vera ekkert að leika nein fórnarlömb og allir á móti okkur. Við ýttum því frá okkur og fórum að einbeita okkur að sjálfum okkur og hvað við gætum gert betur.” „Við tókum skref áfram í dag og hlutirnir féllu með okkur og ég er líka svo ánægður með hérna fyrir norðan hversu sterkur kjarni er bakvið okkur og hingað kemur fullt af fólki og styður við strákana þrátt fyrir erfið úrslit sem sýnir að klúbburinn er sterkur og við getum gert góða hluti ef við höldum svona áfram.” Daníel Hafsteinsson fór meiddur útaf undir fyrri hálfleik og KA-menn lentu í fleiri vandræðum vegna meiðsla. Óli útskýrði að hann hefði fengið högg á rifbeinin og átt í erfiðleikum með að anda. „Hann fékk högg á rifbeinið og missti andann. Við óttuðumst að það væri rifbeinsbrot en það lítur betur út og svo missum við Andra Fannar líka, hann stífnaði upp og Elfar líka í seinni hálfleiknum og allar skiptingarnar voru vegna meiðsla.” „En við erum með stóran og breiðan hóp eins og t.d. með Ólaf Aron hann kemur inn á eins og kóngur, er að spila sínar fyrstu mínútur í sumar og gerir gott mark og hann reið í rauninni baggamuninn fyrir okkur.” Óli Stefán sagði að lokum að hann væri gífurlega ánægður með stuðninginn bæði á heimavelli og hvernig þeir mæta í útileikina. „Þeir eru að koma að norðan! Við erum með svo sterkan kjarna. Yfir þúsund manns á leikjunum fyrir norðan og svo kemur þessi kjarni og við finnum fyrir þessu, það er svo gott að hafa þetta og ég er rosalega ánægður með Schiöttarana í dag,” sagði Óli Stefán að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA var sáttur með sína menn eftir sigurinn gegn Stjörnunni í dag. Hann sagði að frammistaðan hafi verið góð og að það hafi verið gott að fá 3 stig að auki. „Frammistaðan var hörkugóð og loksins skilaði hún einhverju til baka. Við erum búnir að vera spila ágætlega þó ekki fullkomlega en við settum góða frammistöðu í dag og vorum þéttir og flottir og áttum flottar rispur. Fengum 2 færi sem við klárum og ég er mjög sáttur við það.” Hann sagði að þetta væri mjög gott í ljósi þess hversu svekkjandi síðustu 2 leikir hafa farið. „Við spjölluðum vel eftir síðasta leik og við ákváðum að vera ekkert að leika nein fórnarlömb og allir á móti okkur. Við ýttum því frá okkur og fórum að einbeita okkur að sjálfum okkur og hvað við gætum gert betur.” „Við tókum skref áfram í dag og hlutirnir féllu með okkur og ég er líka svo ánægður með hérna fyrir norðan hversu sterkur kjarni er bakvið okkur og hingað kemur fullt af fólki og styður við strákana þrátt fyrir erfið úrslit sem sýnir að klúbburinn er sterkur og við getum gert góða hluti ef við höldum svona áfram.” Daníel Hafsteinsson fór meiddur útaf undir fyrri hálfleik og KA-menn lentu í fleiri vandræðum vegna meiðsla. Óli útskýrði að hann hefði fengið högg á rifbeinin og átt í erfiðleikum með að anda. „Hann fékk högg á rifbeinið og missti andann. Við óttuðumst að það væri rifbeinsbrot en það lítur betur út og svo missum við Andra Fannar líka, hann stífnaði upp og Elfar líka í seinni hálfleiknum og allar skiptingarnar voru vegna meiðsla.” „En við erum með stóran og breiðan hóp eins og t.d. með Ólaf Aron hann kemur inn á eins og kóngur, er að spila sínar fyrstu mínútur í sumar og gerir gott mark og hann reið í rauninni baggamuninn fyrir okkur.” Óli Stefán sagði að lokum að hann væri gífurlega ánægður með stuðninginn bæði á heimavelli og hvernig þeir mæta í útileikina. „Þeir eru að koma að norðan! Við erum með svo sterkan kjarna. Yfir þúsund manns á leikjunum fyrir norðan og svo kemur þessi kjarni og við finnum fyrir þessu, það er svo gott að hafa þetta og ég er rosalega ánægður með Schiöttarana í dag,” sagði Óli Stefán að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti