Enski boltinn

Fékk heilahristing og hélt að árið væri 1976

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Keane hefur tvisvar lent í alvarlegum höfuðmeiðslum.
Keane hefur tvisvar lent í alvarlegum höfuðmeiðslum. vísir/getty
Að fá heilahristing er ekkert grín og nú hefur enski landsliðsmaðurinn Michael Keane, leikmaður Everton, deilt reynslu sinni af því að fá heilahristing.

Keane hefur tvisvar sinnum fengið heilahristing á ferli sínum. Í leik gegn Bournemouth í fyrra brákaðist höfuðkúpa hans og svo fékk hann olnboga í höfuðið er hann lék með Burnley. Þá fékk hann mjög alvarlegan heilahristing.

„Læknirinn spurði mig hvaða dagur væri en þetta átti sér stað í mars. Ég svaraði að það væri október árið 1976. Ég var alveg farinn og þetta var ógnvekjandi,“ sagði Keane.

„Ég hélt samt áfram að spila í 15 mínútur og á endanum varð ég að setjast niður. Þá vissi ég ekki einu sinni hvar ég var.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×