Segja að leikmenn Man. United þurfi að taka á sig 25 prósent launalækkun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2019 10:30 Paul Pogba átti tvö sláarskot í gær og var að vonum svekktur í leikslok. Getty/Chris Brunskill Manchester United verður ekki með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en þetta varð endanlega ljóst eftir 1-1 jafntefli á móti Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það getur verið dýrkeypt fyrir félög að missa af Meistaradeildinni eins og sést á því að hagnaður Arsenal minnkaði um 60 prósent þegar liðið missti af Meistaradeildinni tímabilið 2017-18. Það má búast við þrengri fjárhagsstöðu hjá Manchester United án Meistaradeildarinnar en liðið spilar í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Daily Mail sagði frá því í apríl að í flestum samningum leikmanna Manchester United er klásúla um að leikmenn þurfa að taka á sig 25 prósent launalækkun komist liðið ekki í Meistaradeildina. Givemesport fann út hvað launahæstu leikmenn Manchester United missi af miklum peningi vegna slaks árangur liðsins í vetur. Sem dæmi um það þá fengi Alexis Sanchez ekki lengur 500 þúsund pund í laun á viku heldur aðeins 375 þúsund pund. Hann myndi lækka í launum um 125 þúsund pund á viku sem eru 20 milljónir íslenskra króna. Launin hans yrðu samt sem áður 60 milljónir á viku. Vikulaun Paul Pogba fara úr 300 þúsund pundum niður í 225 þúsund pund og laun David de Gea fara úr 200 þúsundum pundum á viku niður í 150 þúsund pund á viku. Pogba fengi því „bara“ 36 milljónir íslenskra króna í laun á viku í stað 48 milljóna en De Gea verður að sætta sig við 24 milljónir í vikulaun í stað 32 milljón. Báðir þessir leikmenn gæti vissulega farið í sumar en þeir hafa verið mikið orðaðir við stórlið á Spáni. Hvort slík launalækkun eða sú staðreynd að liðið spilar ekki í Meistaradeildinni hafi meiri áhrif þá er ljóst að það er ekki eins spennandi fyrir þá að spila áfram á Old Trafford á næsta tímabili. Romelu Lukaku og Fred eru líka í hópi fimm launahæstu leikmanna Manchester United. Laun Romelu Lukaku yrðu 187 þúsund pund í stað 250 þúsund punda og Fred fengi 131 þúsund pund í stað 175 þúsund punda. Samkvæmt Football Leaks þá mun Paul Pogba einnig missa af stórum bónus vegna þess að liðið komst ekki í Meistaradeildina. Pogba hefði annars fengið 1,875 milljón punda bónus eða um 300 milljónir íslenskra króna. Í frétt Daily Mail kemur fram að Manchester United muni missa af allt að 65 milljónum punda, 10,4 milljörðum íslenskra króna, vegna þess að liðið verður ekki með í Meistaradeildinni 2019-20. Það er mikill peningur. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Manchester United verður ekki með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en þetta varð endanlega ljóst eftir 1-1 jafntefli á móti Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það getur verið dýrkeypt fyrir félög að missa af Meistaradeildinni eins og sést á því að hagnaður Arsenal minnkaði um 60 prósent þegar liðið missti af Meistaradeildinni tímabilið 2017-18. Það má búast við þrengri fjárhagsstöðu hjá Manchester United án Meistaradeildarinnar en liðið spilar í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Daily Mail sagði frá því í apríl að í flestum samningum leikmanna Manchester United er klásúla um að leikmenn þurfa að taka á sig 25 prósent launalækkun komist liðið ekki í Meistaradeildina. Givemesport fann út hvað launahæstu leikmenn Manchester United missi af miklum peningi vegna slaks árangur liðsins í vetur. Sem dæmi um það þá fengi Alexis Sanchez ekki lengur 500 þúsund pund í laun á viku heldur aðeins 375 þúsund pund. Hann myndi lækka í launum um 125 þúsund pund á viku sem eru 20 milljónir íslenskra króna. Launin hans yrðu samt sem áður 60 milljónir á viku. Vikulaun Paul Pogba fara úr 300 þúsund pundum niður í 225 þúsund pund og laun David de Gea fara úr 200 þúsundum pundum á viku niður í 150 þúsund pund á viku. Pogba fengi því „bara“ 36 milljónir íslenskra króna í laun á viku í stað 48 milljóna en De Gea verður að sætta sig við 24 milljónir í vikulaun í stað 32 milljón. Báðir þessir leikmenn gæti vissulega farið í sumar en þeir hafa verið mikið orðaðir við stórlið á Spáni. Hvort slík launalækkun eða sú staðreynd að liðið spilar ekki í Meistaradeildinni hafi meiri áhrif þá er ljóst að það er ekki eins spennandi fyrir þá að spila áfram á Old Trafford á næsta tímabili. Romelu Lukaku og Fred eru líka í hópi fimm launahæstu leikmanna Manchester United. Laun Romelu Lukaku yrðu 187 þúsund pund í stað 250 þúsund punda og Fred fengi 131 þúsund pund í stað 175 þúsund punda. Samkvæmt Football Leaks þá mun Paul Pogba einnig missa af stórum bónus vegna þess að liðið komst ekki í Meistaradeildina. Pogba hefði annars fengið 1,875 milljón punda bónus eða um 300 milljónir íslenskra króna. Í frétt Daily Mail kemur fram að Manchester United muni missa af allt að 65 milljónum punda, 10,4 milljörðum íslenskra króna, vegna þess að liðið verður ekki með í Meistaradeildinni 2019-20. Það er mikill peningur.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira