Segja að leikmenn Man. United þurfi að taka á sig 25 prósent launalækkun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2019 10:30 Paul Pogba átti tvö sláarskot í gær og var að vonum svekktur í leikslok. Getty/Chris Brunskill Manchester United verður ekki með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en þetta varð endanlega ljóst eftir 1-1 jafntefli á móti Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það getur verið dýrkeypt fyrir félög að missa af Meistaradeildinni eins og sést á því að hagnaður Arsenal minnkaði um 60 prósent þegar liðið missti af Meistaradeildinni tímabilið 2017-18. Það má búast við þrengri fjárhagsstöðu hjá Manchester United án Meistaradeildarinnar en liðið spilar í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Daily Mail sagði frá því í apríl að í flestum samningum leikmanna Manchester United er klásúla um að leikmenn þurfa að taka á sig 25 prósent launalækkun komist liðið ekki í Meistaradeildina. Givemesport fann út hvað launahæstu leikmenn Manchester United missi af miklum peningi vegna slaks árangur liðsins í vetur. Sem dæmi um það þá fengi Alexis Sanchez ekki lengur 500 þúsund pund í laun á viku heldur aðeins 375 þúsund pund. Hann myndi lækka í launum um 125 þúsund pund á viku sem eru 20 milljónir íslenskra króna. Launin hans yrðu samt sem áður 60 milljónir á viku. Vikulaun Paul Pogba fara úr 300 þúsund pundum niður í 225 þúsund pund og laun David de Gea fara úr 200 þúsundum pundum á viku niður í 150 þúsund pund á viku. Pogba fengi því „bara“ 36 milljónir íslenskra króna í laun á viku í stað 48 milljóna en De Gea verður að sætta sig við 24 milljónir í vikulaun í stað 32 milljón. Báðir þessir leikmenn gæti vissulega farið í sumar en þeir hafa verið mikið orðaðir við stórlið á Spáni. Hvort slík launalækkun eða sú staðreynd að liðið spilar ekki í Meistaradeildinni hafi meiri áhrif þá er ljóst að það er ekki eins spennandi fyrir þá að spila áfram á Old Trafford á næsta tímabili. Romelu Lukaku og Fred eru líka í hópi fimm launahæstu leikmanna Manchester United. Laun Romelu Lukaku yrðu 187 þúsund pund í stað 250 þúsund punda og Fred fengi 131 þúsund pund í stað 175 þúsund punda. Samkvæmt Football Leaks þá mun Paul Pogba einnig missa af stórum bónus vegna þess að liðið komst ekki í Meistaradeildina. Pogba hefði annars fengið 1,875 milljón punda bónus eða um 300 milljónir íslenskra króna. Í frétt Daily Mail kemur fram að Manchester United muni missa af allt að 65 milljónum punda, 10,4 milljörðum íslenskra króna, vegna þess að liðið verður ekki með í Meistaradeildinni 2019-20. Það er mikill peningur. Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Manchester United verður ekki með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en þetta varð endanlega ljóst eftir 1-1 jafntefli á móti Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það getur verið dýrkeypt fyrir félög að missa af Meistaradeildinni eins og sést á því að hagnaður Arsenal minnkaði um 60 prósent þegar liðið missti af Meistaradeildinni tímabilið 2017-18. Það má búast við þrengri fjárhagsstöðu hjá Manchester United án Meistaradeildarinnar en liðið spilar í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Daily Mail sagði frá því í apríl að í flestum samningum leikmanna Manchester United er klásúla um að leikmenn þurfa að taka á sig 25 prósent launalækkun komist liðið ekki í Meistaradeildina. Givemesport fann út hvað launahæstu leikmenn Manchester United missi af miklum peningi vegna slaks árangur liðsins í vetur. Sem dæmi um það þá fengi Alexis Sanchez ekki lengur 500 þúsund pund í laun á viku heldur aðeins 375 þúsund pund. Hann myndi lækka í launum um 125 þúsund pund á viku sem eru 20 milljónir íslenskra króna. Launin hans yrðu samt sem áður 60 milljónir á viku. Vikulaun Paul Pogba fara úr 300 þúsund pundum niður í 225 þúsund pund og laun David de Gea fara úr 200 þúsundum pundum á viku niður í 150 þúsund pund á viku. Pogba fengi því „bara“ 36 milljónir íslenskra króna í laun á viku í stað 48 milljóna en De Gea verður að sætta sig við 24 milljónir í vikulaun í stað 32 milljón. Báðir þessir leikmenn gæti vissulega farið í sumar en þeir hafa verið mikið orðaðir við stórlið á Spáni. Hvort slík launalækkun eða sú staðreynd að liðið spilar ekki í Meistaradeildinni hafi meiri áhrif þá er ljóst að það er ekki eins spennandi fyrir þá að spila áfram á Old Trafford á næsta tímabili. Romelu Lukaku og Fred eru líka í hópi fimm launahæstu leikmanna Manchester United. Laun Romelu Lukaku yrðu 187 þúsund pund í stað 250 þúsund punda og Fred fengi 131 þúsund pund í stað 175 þúsund punda. Samkvæmt Football Leaks þá mun Paul Pogba einnig missa af stórum bónus vegna þess að liðið komst ekki í Meistaradeildina. Pogba hefði annars fengið 1,875 milljón punda bónus eða um 300 milljónir íslenskra króna. Í frétt Daily Mail kemur fram að Manchester United muni missa af allt að 65 milljónum punda, 10,4 milljörðum íslenskra króna, vegna þess að liðið verður ekki með í Meistaradeildinni 2019-20. Það er mikill peningur.
Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira