Enski boltinn

Segja útlitið gott fyrir Everton með Gylfa í þessum ham

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi hefur komið með beinum hætti að 18 mörkum í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Gylfi hefur komið með beinum hætti að 18 mörkum í ensku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty
Liverpool og Manchester City, sem munu berjast um Englandsmeistaratitilinn til lokadags, fá bæði hæstu einkunn eða A í einkunnagjöf Sky Sports fyrir tímabilið í ensku úrvalsdeildinni sem að lýkur á sunnudaginn þegar að lokaumferðin fer fram.

Þar sem að aðeins 90 mínútur eru eftir af tímabilið ákvað Sky Sports að gefa öllum liðunum 20 einkunn fyrir frammistöðuna á tímabilinu en tekið er mið af því hvar talið var að liðin myndu enda og hvort þau séu að gera betri eða verri hluti.

Lið eins og Newcastle, West Ham, Crystal Palace og West Ham, sem að sigla lygnan sjó, fá B+ en Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff fá B- þrátt fyrir að falla en liðið stóð sig betur en flestir þorðu að vona.

Manchester United er á botninum með D enda er liðið heillum horfið þessa dagana eftir frábæra byrjun Ole Gunnar Solskjær. Byrjun liðsins á tímabilinu og endir hefur verið skelfilegur og mun United ekki spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Arsenal fær sömuleiðis D og Tottenham C en Chelsea fær B+ fyrir að koma sér í Meistaradeildina.

Everton er eitt af efstu liðunum með B+ þrátt fyrir að úrslitin gegn Burnley hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. Everton-liðið hefði getað endað tímabilið betur á heimavelli.

„En, með Richarlieson í stuði áður en að hann meiddist, Bernard alltaf að veðra betri og Gylfa Sigurðsson kominn í sitt besta form ásamt fleiri góðum leikmönnum eru teikn á lofti um að næsta tímabil verði gott fyrir Everton,“ segir í umsögn um Everton-liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×