Minnst sjö skotnir í skóla í Colorado Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2019 23:04 Gífurlegur viðbúnaður var á vettvangi. AP/David Zalubowski Minnst sjö eru særðir eftir að tveir aðilar hleyptu af skotum í skóla í úthverfi Denver fyrr í kvöld. Árásarmennirnir eru báðir í haldi lögreglu sem mun hafa brugðist mjög fljótt við eftir að skotum var fyrst hleypt af. Holly Nicholson-Kluth, aðstoðarfógeti Douglassýslu, segir fjölmörgum skotum hafa verið hleypt af og skothríðin hafi enn staðið yfir þegar lögregluþjóna bar að garði. Talið er að báðir árásarmennirnir séu nemendur í skólanum. Þá liggur ekki fyrir hve alvarleg meiðsli þeirra sem særðust eru en sá yngsti er talinn vera fimmtán ára gamall. Í fyrstu var talið að árásarmennirnir hefðu verið þrír, samkvæmt CNN, en lögreglan þykist nú viss um að svo sé ekki.Um 1.850 nemendur eru í skólanum.AP fréttaveitan vitnar í héraðsmiðilin KUSA sem ræddi við vitni sem býr nærri skólanum. Hann sagði fjölda nemenda hafa hlaupið fram hjá húsi hans og þar af hafi einn verið skotinn í bakið.CNN bendir á að skólinn sem um ræðir sé í um tíu kílómetra fjarlægð frá Columbine skólanum þar sem tveir nemendur myrtu tólf samnemendur sína og einn kennara árið 1999. Í apríl var skólum í Douglassýslu lokað eftir að leit stóð yfir að konu sem var heltekin af fjöldamorðinu í Columbine.Sú hafði hótað árásum áður en hún ferðaðist frá Flórída til Colorado. Hún fannst þó á endanum og hafði svipt sig lífi. Þá er vika síðan tveir voru myrtir og fjórir særðir í skóla í Norður-Karlólínu. #stemshooting 7 possibly 8 students have been injured. Two shooters in custody. SWAT still clearing school. Students being bused to Northridge Rec Center. Parents please have patience with reunification process.— DC Sheriff (@dcsheriff) May 7, 2019 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Minnst sjö eru særðir eftir að tveir aðilar hleyptu af skotum í skóla í úthverfi Denver fyrr í kvöld. Árásarmennirnir eru báðir í haldi lögreglu sem mun hafa brugðist mjög fljótt við eftir að skotum var fyrst hleypt af. Holly Nicholson-Kluth, aðstoðarfógeti Douglassýslu, segir fjölmörgum skotum hafa verið hleypt af og skothríðin hafi enn staðið yfir þegar lögregluþjóna bar að garði. Talið er að báðir árásarmennirnir séu nemendur í skólanum. Þá liggur ekki fyrir hve alvarleg meiðsli þeirra sem særðust eru en sá yngsti er talinn vera fimmtán ára gamall. Í fyrstu var talið að árásarmennirnir hefðu verið þrír, samkvæmt CNN, en lögreglan þykist nú viss um að svo sé ekki.Um 1.850 nemendur eru í skólanum.AP fréttaveitan vitnar í héraðsmiðilin KUSA sem ræddi við vitni sem býr nærri skólanum. Hann sagði fjölda nemenda hafa hlaupið fram hjá húsi hans og þar af hafi einn verið skotinn í bakið.CNN bendir á að skólinn sem um ræðir sé í um tíu kílómetra fjarlægð frá Columbine skólanum þar sem tveir nemendur myrtu tólf samnemendur sína og einn kennara árið 1999. Í apríl var skólum í Douglassýslu lokað eftir að leit stóð yfir að konu sem var heltekin af fjöldamorðinu í Columbine.Sú hafði hótað árásum áður en hún ferðaðist frá Flórída til Colorado. Hún fannst þó á endanum og hafði svipt sig lífi. Þá er vika síðan tveir voru myrtir og fjórir særðir í skóla í Norður-Karlólínu. #stemshooting 7 possibly 8 students have been injured. Two shooters in custody. SWAT still clearing school. Students being bused to Northridge Rec Center. Parents please have patience with reunification process.— DC Sheriff (@dcsheriff) May 7, 2019
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira