Erlent

Einn látinn eftir skotárásina í Colorado

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Árásarmennirnir eru í haldi lögreglu.
Árásarmennirnir eru í haldi lögreglu. vísir/getty
Einn er látinn og átta eru særðir eftir að tveir nemendur í menntaskóla í Colorado skutu á samnemendur sína í gær. Árásarmennirnir eru báðir í haldi lögreglu og Holly Nicholson-Kluth, aðstoðarfógeti Douglassýslu, segir fjölmörgum skotum hafa verið hleypt af og skothríðin hafi enn staðið yfir þegar lögregluþjóna bar að garði.

Um 1.850 nemendur eru í skólanum sem er aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð frá Columbine skólanum þar sem tveir nemendur myrtu tólf samnemendur sína og einn kennara árið 1999. Í apríl síðastliðnum var skólum í Douglassýslu lokað á meðan leit stóð yfir að konu sem var heltekin af fjöldamorðunum í Columbine.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×