Erlent

Íranir draga sig að hluta úr kjarnorkusamningnum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hassan Rouhani.
Hassan Rouhani. Nordicphotos/Getty
Íranir hafa dregið sig að hluta út úr alþjóðlega kjarnorkusamningnum sem gerður var árið 2015 en Bandaríkjamenn drógu sig út úr í fyrra.

Forseti landsins, Hassan Rouhani segir að stjórnvöld í Teheran ætli sér að halda birgðum af auðguðu úrani í landinu og ekki senda þær úr landi líkt og samningurinn kveður á um.

Þá hótaði forsetinn því að hefja að nýju auðgun úrans í landinu innan sextíu daga. Samningnum var ætlað að koma í veg fyrir að Írani kæmu sér upp þróaðri kjarnorkuvinnslu og áttu þeir að fá viðskiptaþvinganir gegn sér felldar niður á móti.

Samningurinn var ávallt þyrnir í augum Trumps forseta í Bandaríkjunum og hans manna og drógu Bandaríkin sig út úr honum í fyrra og settu auknar refsiaðgerðir á Íran.

Íranir höfðu við gerð samningsins lýst sig í rétti til að ganga frá borði, yrði frekari viðskiptaþvingunum beitt gegn landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×