Erlent

Íranir draga sig að hluta úr kjarnorkusamningnum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hassan Rouhani.
Hassan Rouhani. Nordicphotos/Getty

Íranir hafa dregið sig að hluta út úr alþjóðlega kjarnorkusamningnum sem gerður var árið 2015 en Bandaríkjamenn drógu sig út úr í fyrra.

Forseti landsins, Hassan Rouhani segir að stjórnvöld í Teheran ætli sér að halda birgðum af auðguðu úrani í landinu og ekki senda þær úr landi líkt og samningurinn kveður á um.

Þá hótaði forsetinn því að hefja að nýju auðgun úrans í landinu innan sextíu daga. Samningnum var ætlað að koma í veg fyrir að Írani kæmu sér upp þróaðri kjarnorkuvinnslu og áttu þeir að fá viðskiptaþvinganir gegn sér felldar niður á móti.

Samningurinn var ávallt þyrnir í augum Trumps forseta í Bandaríkjunum og hans manna og drógu Bandaríkin sig út úr honum í fyrra og settu auknar refsiaðgerðir á Íran.

Íranir höfðu við gerð samningsins lýst sig í rétti til að ganga frá borði, yrði frekari viðskiptaþvingunum beitt gegn landinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.