Enski boltinn

Chelsea ætlar með félagaskiptabannið til íþróttadómstólsins í Sviss

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
vísir/getty
Áfrýjunarnefnd Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að félagaskiptabann Chelsea muni standa við litla hrifningu forráðamanna enska félagsins.

Chelsea má ekki kaupa leikmenn í næstu tveimur leikmannagluggum og getur því ekki verslað aftur fyrr en sumarið 2020. FIFA gerði þó eina breytingu á banninu en hún er sú að félagið má semja við leikmenn undir 16 ára aldri.

Chelsea áfrýjaði úrskurðinum og það skilaði engu. Félagið gefst þó ekki upp og ætlar að áfrýja til íþróttadómstólsins í Sviss, CAS, sem er æðsta dómstigið í íþróttaheiminum.

Á meðan Chelsea getur ekki keypt leikmenn er spurning hvort einhverjir fái að fara en stjarna liðsins, Eden Hazard, er sterklega orðaður við Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×