Liverpool mun ekki taka við hinum eina sanna Englandsbikar ef liðið vinnur titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2019 09:45 Englandsbikarinn. Getty/Shaun Botteril Í fyrsta sinn í langan tíma munu úrslitin í baráttunni um enska meistaratitilinn ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni en Manchester City og Liverpool geta bæði orðið enskur meistari á sunnudaginn. Brighton & Hove Albion tekur á móti Manchester City á sama tíma og Liverpool fær Wolverhampton Wanderers í heimsókn. Englandsbikarinn getur því bæði farið á loft í Amex leikvanginum í Brighton sem og á Anfield leikvanginum í Liverpool. Úrslitin ráðast á sama tíma og því getur bikarinn ekki verið á tveimur stöðum á sama tíma. Við þekkjum það á Íslandi að bikarinn hefur farið í þyrlu á milli leikvanga en það eru meira en 400 kílómetrar á milli Brighton á suðurströnd Englands og Liverpool sem er á norðvesturströndinni. Times segir frá því hvernig fyrirkomulagið verður á sunnudaginn.There will be a replica Premier League trophy at Anfield on Sunday - and the actual trophy will be at the Amex Stadium where Manchester City face Brighton. What the papers are saying https://t.co/fR5aenNaQk#LFC#MCFC#PLpic.twitter.com/3cpGXYZSPf — BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2019Hinn eini sanni Englandsbikar verður í Brighton þar sem eru mestar líkur á að hann fari á lofti. Nákvæm eftirmynd af Englandsbikarnum fer aftur á móti norður til Liverpool. Liverpool mun því ekki taka við hinum eina sanna Englandsbikar ef liðið vinnur titilinn en það skiptir þó litlu máli. Félagið er búið að bíða eftir Englandsmeistaratitli frá árinu 1990, eða í 29 ár, og sjálfur bikarinn skiptir því engu máli ekki síst þar sem þeir líta nákvæmlega eins út. Manchester City er með eins stigs forskot á Liverpool og leikmenn liðsins þurfa því aðeins að treysta á sig sjálfar. Sigur á Brighton & Hove Albion þýðir að Manchester City er enskur meistari annað árið í röð. Liverpool verður að vinna Úlfana og treysta síðan á það að City liðið tapi stigum á móti Brighton. Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Í fyrsta sinn í langan tíma munu úrslitin í baráttunni um enska meistaratitilinn ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni en Manchester City og Liverpool geta bæði orðið enskur meistari á sunnudaginn. Brighton & Hove Albion tekur á móti Manchester City á sama tíma og Liverpool fær Wolverhampton Wanderers í heimsókn. Englandsbikarinn getur því bæði farið á loft í Amex leikvanginum í Brighton sem og á Anfield leikvanginum í Liverpool. Úrslitin ráðast á sama tíma og því getur bikarinn ekki verið á tveimur stöðum á sama tíma. Við þekkjum það á Íslandi að bikarinn hefur farið í þyrlu á milli leikvanga en það eru meira en 400 kílómetrar á milli Brighton á suðurströnd Englands og Liverpool sem er á norðvesturströndinni. Times segir frá því hvernig fyrirkomulagið verður á sunnudaginn.There will be a replica Premier League trophy at Anfield on Sunday - and the actual trophy will be at the Amex Stadium where Manchester City face Brighton. What the papers are saying https://t.co/fR5aenNaQk#LFC#MCFC#PLpic.twitter.com/3cpGXYZSPf — BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2019Hinn eini sanni Englandsbikar verður í Brighton þar sem eru mestar líkur á að hann fari á lofti. Nákvæm eftirmynd af Englandsbikarnum fer aftur á móti norður til Liverpool. Liverpool mun því ekki taka við hinum eina sanna Englandsbikar ef liðið vinnur titilinn en það skiptir þó litlu máli. Félagið er búið að bíða eftir Englandsmeistaratitli frá árinu 1990, eða í 29 ár, og sjálfur bikarinn skiptir því engu máli ekki síst þar sem þeir líta nákvæmlega eins út. Manchester City er með eins stigs forskot á Liverpool og leikmenn liðsins þurfa því aðeins að treysta á sig sjálfar. Sigur á Brighton & Hove Albion þýðir að Manchester City er enskur meistari annað árið í röð. Liverpool verður að vinna Úlfana og treysta síðan á það að City liðið tapi stigum á móti Brighton.
Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira