Íslenski boltinn

Hjálmar Örn mætti á Kópavogsslaginn og setti saman innslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjálmar Örn Jóhannsson og Hjörvar Hafliðason.
Hjálmar Örn Jóhannsson og Hjörvar Hafliðason. Skjámynd/Fésbókin/Pepsi Max deildin
Samfélagsmiðlastjarnan hressa Hjálmar Örn Jóhannsson mætti á sögulegan Kópavogsslag á milli HK og Breiðabliks í 2. umferð Pepsi Max deildar karla en þetta var í fyrsta sinn í ellefu ár sem Kópavogsliðin mættust í efstu deild í knattspyrnu.

Hjálmar Örn fékk meðal annars mann og annan til að spá fyrir um úrslit leiksins og fékk líka að upplifa stemmninguna innan sem utan vallar í Kórnum.

Það var vel mætt á leikinn og Hjálmar Örn ræddi við menn eins og Guðna Bergsson, formann KSÍ, Hjörvar Hafliðason og Tómas Þór Þórðarson svo einhverjir séu nefndir.

Hjálmar Örn fékk einnig að smakka fræga hamborgara HK-manna og gaf þeim sína einkunn.

Leikurinn var hörku skemmtun og bauð upp á spennu, dramatík og fjögur mörk.

Það má sjá útkomuna úr heimsókn Hjálmars í Kórinn hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×