Enski boltinn

Sást yfirgefa völlinn á hækjum og í spelku en meiðslin þó ekki alvarleg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vertonghen í leiknum í gær.
Vertonghen í leiknum í gær. vísir/getty
Jan Vertonghen, varnarmaður Tottenham og belgíska landsliðsins, sást yfirgefa Amsterdam Arena á hækjum og í spelku eftir ótrúlega endurkomu Tottenham gegn Ajax í Meistaradeildinni.

Meiðsli Belgans eru þó ekki talinn alvarleg sem kláraði leikinn í gær er Tottenham snéri ótrúlegri stöðu sér í hag og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum þar sem Liverpool verður mótherjinn.







Hann á að verða orðinn klárt er Tottenham mætir Liverpool í úrslitaleiknum í Madríd þann 1. júní. Ólíklegt er þó að hann verði í vörn Tottenham um helgina sem spilar við Everton í síðasta deildarleik liðsins á leiktíðinni.

Harry Kane, fyrirliði Tottenham, vonast einnig eftir að verða orðinn klárt í slaginn af sínum meiðslum en hann hefur verið frá síðan í fyrri leiknum gegn Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×