Maðurinn sem skipaði Mueller segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2019 08:45 Rosenstein starfaði í áratugi í dómsmálaráðuneytinu. Trump skipaði hann aðstoðardómsmálaráðherra árið 2017 en snerist harkalega gegn honum eftir skipan sérstaka rannsakandans. Vísir/EPA Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um afsögn sína í gær. Rosenstein, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda fyrir tveimur árum, lá undir linnulausum árásum Donalds Trump forseta á meðan á rannsókninni stóð. Forsetinn sakaði Rosenstein meðal annars um landráð. Afsögn Rosenstein tekur gildi 11. maí, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði hann að láta af störfum í mars en hann ílengdist í starfi til að vera William Barr, nýjum dómsmálaráðherra, innan handar fyrstu mánuði hans í embætti. Í afsagnarbréfi sínu til Trump forseta lofaði Rosenstein hann fyrir að skipa embættismenn „sem eru trúir gildunum sem gera Bandaríkin mikilfengleg“. Þakkaði hann forsetanum fyrir „kurteisi og húmor“ í persónulegum samtölum þeirra og lýsti stuðningi við stefnumál hans, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir það var samband Trump við Rosenstein afar stirt. Það var Rosenstein sem skipaði Mueller sérstakan rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá í maí árið 2017. Það gerði hann eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafði þá lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með þeim málum. Engu að síður var það Trump sjálfur sem skipaði Rosenstein í embætti aðstoðardómsmálaráðherra. Rosenstein, sem er repúblikani, mátti sitja undir landráðabrigslum forsetans sem var einnig sagður hafa viljað reka embættismanninn. Á endanum tók Rosenstein þátt í þeirri ákvörðun Barr dómsmálaráðherra að ákæra Trump ekki fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um það í skýrslu sinni en lagði fram ýmsar röksemdir fyrir því hann hefði reynt að leggja stein í götu rannsóknarinnar með ýmsum leiðum. Rosenstein hefur ásamt Barr verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir hvernig þeir greindu fyrst frá niðurstöðum Mueller áður en skýrsla sérstaka rannsakandans var gerð opinber á skírdag. Þóttu þeir hafa fegrað mjög hvað skýrslan hafði að segja um forsetann. Washington Post greindi frá því nýlega að Rosenstein hafi lofað Trump að hann væri „með honum í liði“ í september og að sérstaki rannsakandinn myndi koma fram við hann af sanngirni. Það samtal hafi átt sér stað eftir að New York Times fullyrti að Rosenstein hefði rætt um möguleikann á að hlera forsetann eða beita ákvæði stjórnarskrárinnar til að koma honum frá völdum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um afsögn sína í gær. Rosenstein, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda fyrir tveimur árum, lá undir linnulausum árásum Donalds Trump forseta á meðan á rannsókninni stóð. Forsetinn sakaði Rosenstein meðal annars um landráð. Afsögn Rosenstein tekur gildi 11. maí, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði hann að láta af störfum í mars en hann ílengdist í starfi til að vera William Barr, nýjum dómsmálaráðherra, innan handar fyrstu mánuði hans í embætti. Í afsagnarbréfi sínu til Trump forseta lofaði Rosenstein hann fyrir að skipa embættismenn „sem eru trúir gildunum sem gera Bandaríkin mikilfengleg“. Þakkaði hann forsetanum fyrir „kurteisi og húmor“ í persónulegum samtölum þeirra og lýsti stuðningi við stefnumál hans, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir það var samband Trump við Rosenstein afar stirt. Það var Rosenstein sem skipaði Mueller sérstakan rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá í maí árið 2017. Það gerði hann eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafði þá lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með þeim málum. Engu að síður var það Trump sjálfur sem skipaði Rosenstein í embætti aðstoðardómsmálaráðherra. Rosenstein, sem er repúblikani, mátti sitja undir landráðabrigslum forsetans sem var einnig sagður hafa viljað reka embættismanninn. Á endanum tók Rosenstein þátt í þeirri ákvörðun Barr dómsmálaráðherra að ákæra Trump ekki fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um það í skýrslu sinni en lagði fram ýmsar röksemdir fyrir því hann hefði reynt að leggja stein í götu rannsóknarinnar með ýmsum leiðum. Rosenstein hefur ásamt Barr verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir hvernig þeir greindu fyrst frá niðurstöðum Mueller áður en skýrsla sérstaka rannsakandans var gerð opinber á skírdag. Þóttu þeir hafa fegrað mjög hvað skýrslan hafði að segja um forsetann. Washington Post greindi frá því nýlega að Rosenstein hafi lofað Trump að hann væri „með honum í liði“ í september og að sérstaki rannsakandinn myndi koma fram við hann af sanngirni. Það samtal hafi átt sér stað eftir að New York Times fullyrti að Rosenstein hefði rætt um möguleikann á að hlera forsetann eða beita ákvæði stjórnarskrárinnar til að koma honum frá völdum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47
Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36