Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 13:13 Mexíkósk börn gægjast í gegnum múrinn yfir til Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. The Guardian greinir frá. Alríkislögreglan handtók Larry Mitchell Hopkins, 69 ára, á þeim grundvelli að hafa ólöglega haft í fórum sínum skotvopn og skotfæri aðeins nokkrum dögum eftir að hópurinn birti myndbönd þar sem vopnaðir menn sjást stöðva flóttamenn við landamærin í Nýju Mexíkó, þar sem þeir skipuðu fólkinu að sitja á jörðinni. Einnig sást hópurinn hafa samráð við landamæraeftirlitið um að láta taka fólkið í varðhald. Á fimmtudag kölluðu samtökin the American Civil Liberties Union (ACLU) eftir því að rannsókn hæfist á hópnum, sem eru yfirlýstir stuðningsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, sem hefur vaktað landamærin og kallar sig United Constitutional Patriots (UCP). ACLU hefur lýst hópnum sem „vopnuðu, fasísku þjóðvarðliði“ sem hafi rænt og haldið fólki ólöglega sem sóst hafi eftir hæli. Hlutverk Hopkins innan hópsins er ekki þekkt og ekki er ljóst að svo stöddu hvort hann hafi verið ákærður vegna þess sem fram kom í myndbandinu. Embætti ríkissaksóknara í Nýju Mexíkó lýsti Hopkins sem „hættulegum glæpamanni sem ætti ekki að bera vopn nálægt börnum og fjölskyldum,“ sem og „vopnuðum einstaklingi sem haldið hafi innflytjendum við landamærin.“ Í tilkynningu alríkislögreglunnar kom nafn hópsins hvergi fram, né ólöglegt hald innflytjendanna, en þar sagði að Hopkins hafi einnig gengist undir nafninu Johnny Horton yngri og að hann muni mæta fyrir dóm á mánudag. Í einu myndbandanna sem var birt síðasta mánudag sjást mennirnir í hópnum skipa tugum flóttamanna fyrir, þar á meðal börnum, og segja þeim að sitja kyrr á jörðinni. Einnig er talað yfir myndbandið þar sem meðlimur hópsins segir „hér er engir landamæraverðir. Þetta erum við.“ Mennirnir virðast svo hringja í landamæraeftirlitið sem síðar mætir á staðinn. ACLU í Nýju Mexíkó segir, í bréfi til yfirvalda, að hópurinn hafi náð allt að 300 flóttamönnum í Nýju Mexíkó, rétt hjá El Paso í Texas. Í myndböndunum tala meðlimir hópsins fyrir tillögu Trumps um hinn margumrædda múr sem á að reisa á landamærunum, og vara einnig við „innrás.“ Áhyggjur hafa vaknað um að mennirnir, sem klæðast fötum í hermannastíl, gætu verið að þykjast vera landamæraverðir. Í einu myndbandanna myndaði Jim Benvie, einn meðlima hópsins, sig stoppa fjóra fullorðna og þrjú börn og segja „landamæraeftirlitið“ þegar hann nálgaðist þau, áður en hann kallaði á annan meðlim hópsins. Í símtali, sem vel heyrist í myndbandinu, heyrist einn mannanna segja „Halló, ég hef sjö hérna.“ UCP hópurinn hefur áður kynnt sig sem hóp sjálfboðaliða sem hjálpi landamæraeftirlitinu og styðji Trump. Undanfarin ár hefur herþjálfuðum hópum almennra borgara fjölgað og margir þeirra einkennast af útlendingahatri. Hóparnir vinna með landamæraeftirlitinu og leita uppi ólöglega innflytjendur. Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. The Guardian greinir frá. Alríkislögreglan handtók Larry Mitchell Hopkins, 69 ára, á þeim grundvelli að hafa ólöglega haft í fórum sínum skotvopn og skotfæri aðeins nokkrum dögum eftir að hópurinn birti myndbönd þar sem vopnaðir menn sjást stöðva flóttamenn við landamærin í Nýju Mexíkó, þar sem þeir skipuðu fólkinu að sitja á jörðinni. Einnig sást hópurinn hafa samráð við landamæraeftirlitið um að láta taka fólkið í varðhald. Á fimmtudag kölluðu samtökin the American Civil Liberties Union (ACLU) eftir því að rannsókn hæfist á hópnum, sem eru yfirlýstir stuðningsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, sem hefur vaktað landamærin og kallar sig United Constitutional Patriots (UCP). ACLU hefur lýst hópnum sem „vopnuðu, fasísku þjóðvarðliði“ sem hafi rænt og haldið fólki ólöglega sem sóst hafi eftir hæli. Hlutverk Hopkins innan hópsins er ekki þekkt og ekki er ljóst að svo stöddu hvort hann hafi verið ákærður vegna þess sem fram kom í myndbandinu. Embætti ríkissaksóknara í Nýju Mexíkó lýsti Hopkins sem „hættulegum glæpamanni sem ætti ekki að bera vopn nálægt börnum og fjölskyldum,“ sem og „vopnuðum einstaklingi sem haldið hafi innflytjendum við landamærin.“ Í tilkynningu alríkislögreglunnar kom nafn hópsins hvergi fram, né ólöglegt hald innflytjendanna, en þar sagði að Hopkins hafi einnig gengist undir nafninu Johnny Horton yngri og að hann muni mæta fyrir dóm á mánudag. Í einu myndbandanna sem var birt síðasta mánudag sjást mennirnir í hópnum skipa tugum flóttamanna fyrir, þar á meðal börnum, og segja þeim að sitja kyrr á jörðinni. Einnig er talað yfir myndbandið þar sem meðlimur hópsins segir „hér er engir landamæraverðir. Þetta erum við.“ Mennirnir virðast svo hringja í landamæraeftirlitið sem síðar mætir á staðinn. ACLU í Nýju Mexíkó segir, í bréfi til yfirvalda, að hópurinn hafi náð allt að 300 flóttamönnum í Nýju Mexíkó, rétt hjá El Paso í Texas. Í myndböndunum tala meðlimir hópsins fyrir tillögu Trumps um hinn margumrædda múr sem á að reisa á landamærunum, og vara einnig við „innrás.“ Áhyggjur hafa vaknað um að mennirnir, sem klæðast fötum í hermannastíl, gætu verið að þykjast vera landamæraverðir. Í einu myndbandanna myndaði Jim Benvie, einn meðlima hópsins, sig stoppa fjóra fullorðna og þrjú börn og segja „landamæraeftirlitið“ þegar hann nálgaðist þau, áður en hann kallaði á annan meðlim hópsins. Í símtali, sem vel heyrist í myndbandinu, heyrist einn mannanna segja „Halló, ég hef sjö hérna.“ UCP hópurinn hefur áður kynnt sig sem hóp sjálfboðaliða sem hjálpi landamæraeftirlitinu og styðji Trump. Undanfarin ár hefur herþjálfuðum hópum almennra borgara fjölgað og margir þeirra einkennast af útlendingahatri. Hóparnir vinna með landamæraeftirlitinu og leita uppi ólöglega innflytjendur.
Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25
Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04