Erlent

Aurskriða banaði 17 manns í Kólumbíu

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Björgunarsveitir í Kólumbíu leita að eftirlifendum aurskriðu.
Björgunarsveitir í Kólumbíu leita að eftirlifendum aurskriðu. Getty/Lokman Ilhan

Minnst 17 eru látnir eftir að aurskriða féll á bæinn Rosas í Cauca héraðinu í suðvestur Kólumbíu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá yfirvöldum og greint er frá á breska ríkisútvarpinu BBC.

Fimm slösuðust þegar aurskriðan féll á húsaþyrpingu en miklar rigningar hafa verið á svæðinu og stendur leit enn yfir í rústunum.

Aurskriður eru algengar í landinu, sérstaklega á rigningartímanum, en bæjarstjórinn, Jesus Diaz sagði að „því miður gerist þetta þegar maður býst síst við því og vegna rigninganna er þetta það sem gerist.“

Verið er að leita að fleira fólki í rústunum en einnig er verið að hreinsa vegina sem aurskriðan féll á.

Forseti landsins, Iván Duque heimsótti bæinn í gær þar sem hann sagði fréttafólki að verið væri að veita þeim sem lentu í skriðunni læknisaðstoð og verið væri að leita að húsaskjóli fyrir það.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.