Erlent

Górillur taka sjálfu með þjóðgarðsvörðum

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Sjálfan þar sem górillurnar sjást standa uppréttar.
Sjálfan þar sem górillurnar sjást standa uppréttar. MATHIEU SHAMAVU
Tvær górillur stilltu sér upp fyrir sjálfu með þjóðgarðsvörðum í þjóðgarði í Kongó. Þjóðgarðsverðirnir tveir sem tóku sjálfuna björguðu górillunum tveimur þegar þær voru enn ungar eftir að veiðiþjófar höfðu drepið foreldra þeirra. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Forstöðumaður þjóðgarðsins, Innocent Mburanumwe, sagði í viðtali við BBC að górillurnar hafi lært að herma eftir þeim sem hafa annast um þær og alið þær upp síðan þær fundust. Hann bætti við að þær horfðu á þjóðgarðsverðina sem foreldra sína.

Mæður beggja górillanna voru drepnar í júlí 2007 en þá voru ungarnir aðeins tveggja og fjögurra mánaða gamlir. Stuttu síðar voru þeir færðir á Senkwekwe verndarsvæðið þar sem þeir hafa búið síðan.

Vegna þess að þær hafa alist upp hjá mannfólki hafa þær lært að haga sér eins og fólk og „herma eftir fólkinu,“ sagði Mburanumwe, en eins og sést á myndinni standa þær uppréttar á tveimur fótum, „ég var mjög hissa að sjá þetta… þetta er mjög fyndið. Það er mjög áhugavert hvernig górillur geta hermt eftir mannfólki og staðið uppréttar.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.