Erlent

Fjörutíu handteknir á Srí Lanka

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tala látinna eftir árásirnar stendur nú í 310 og þjóðarsorg er í landinu í dag.
Tala látinna eftir árásirnar stendur nú í 310 og þjóðarsorg er í landinu í dag. vísir/getty

Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarlög tóku þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana.

Lögregla segist hafa handtekið ökumann sendibíls sem á að hafa ekið árásarmönnunum á staði sína auk þess sem eigandi húss þar sem nokkrir þeirra bjuggu er einnig í haldi.

Með setningu neyðarlaga gaf forseti landsins lögreglu rýmri heimildir til að handtaka fólk í tengslum við rannsóknina.
 
Slíkar heimildir voru algengar á dögum borgarastríðsins í landinu en hafa ekki verið notaðar frá árinu 2009 þegar friður komst á.
 
Tala látinna eftir árásirnar stendur nú í 310 og þjóðarsorg er í landinu í dag auk þess sem fyrstu útfarirnar fara nú fram.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.