Erlent

Fjörutíu handteknir á Srí Lanka

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tala látinna eftir árásirnar stendur nú í 310 og þjóðarsorg er í landinu í dag.
Tala látinna eftir árásirnar stendur nú í 310 og þjóðarsorg er í landinu í dag. vísir/getty
Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarlög tóku þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana.

Lögregla segist hafa handtekið ökumann sendibíls sem á að hafa ekið árásarmönnunum á staði sína auk þess sem eigandi húss þar sem nokkrir þeirra bjuggu er einnig í haldi.

Með setningu neyðarlaga gaf forseti landsins lögreglu rýmri heimildir til að handtaka fólk í tengslum við rannsóknina.

 

Slíkar heimildir voru algengar á dögum borgarastríðsins í landinu en hafa ekki verið notaðar frá árinu 2009 þegar friður komst á.

 

Tala látinna eftir árásirnar stendur nú í 310 og þjóðarsorg er í landinu í dag auk þess sem fyrstu útfarirnar fara nú fram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×