Erlent

Ríkasti maður Danmerkur missir þrjú barna sinna á Srí Lanka

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Anders Holch Povlsen er einn stærsti hluthafi Asos fatarisans.
Anders Holch Povlsen er einn stærsti hluthafi Asos fatarisans. Getty/Chris Ratcliffe
Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen létust í sprengjuárásunum á Srí Lanka í gær. Þetta hefur heimildarmaður staðfest við BBC.

Fjölskyldan var á ferðalagi um eyjuna yfir páskahelgina. Nöfn barnanna hafa ekki verið gerð opinber.

Povlsen er eigandi fatakeðjunnar Bestseller og er einn stærsti hluthafi í verslunarrisanum Asos, en hann á einnig stærsta landsvæði í einkaeigu á Skotlandi, skv. dagblaðinu the Times.

Talsmaður Bestseller sagði við BBC í tölvupósti „því miður getum við staðfest þessar fregnir. Við biðjum ykkur að virða einkalíf fjölskyldunnar og munum því ekki tjá okkur meira að svo stöddu.“

 


Tengdar fréttir

Þrettán hafa verið handteknir á Srí Lanka

Þrír lögregluþjónar létu lífið í aðgerðum lögreglu í dag þar sem ráðist var til atlögu í húsi í Colombo, höfuðborg landsins. Lögreglan segir að fólk í húsinu hafi sprengt sig í loft upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×