Erlent

Fyrr­verandi þjóð­höfðingi Lúxem­borgar látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Feðgarnir Jean og Henri.
Feðgarnir Jean og Henri. epa

Stórhertoginn Jean, fyrrverandi þjóðhöfðingi Lúxemborgar, er látinn, 98 ára að aldri. Frá þessu greindi sonur hans Henri í yfirlýsingu í morgun.

Stórhertoginn var þjóðhöfðingi Lúxemborgar í um 36 ár. Hann sat á valdastóli frá árinu 1964 og þar til að hann lét af völdum árið 2000. Sonur hans Henri tók þá við stöðunni. Jean var nýverið fluttur á sjúkrahús vegna sýkingar í lungum og andaðist í faðmi fjölskyldu sinnar, að því er fram kemur í yfirlýsingunni.

Í valdatíð Jean umbreyttist Lúxemborg í eina af helstu alþjóðlegu fjármálamiðstöðvum heimsins.

Hann gekk að eiga hina belgísku Joséphine-Charlotte árið 1953 og eignuðust þau fimm börn.

Staða stórhertoga í Lúxemborg er fyrst og fremst táknrænt embætti og fer sá sem embættinu gegnir með lítil völd.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.