Erlent

ISIS lýsir yfir á­byrgð á á­rásunum á Srí Lanka

Atli Ísleifsson skrifar
Ráðist var á kirkjur og glæsihótel á eyjunni í samræmdum aðgerðum hryðjuverkamannanna á páskadag.
Ráðist var á kirkjur og glæsihótel á eyjunni í samræmdum aðgerðum hryðjuverkamannanna á páskadag. epa
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka á páskadag. Staðfest er að 321 maður lést í árásinni og um fimm hundruð særðust. Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir um aðild sína.

Aðstoðardómsmálaráðherra Srí Lanka, Ruwan Wijewardene, greindi frá því á þinginu í morgun að fyrstu niðurstöður rannsóknar yfirvalda á árásunum bendi til að árásirnar hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásar Ástalans Brendan Tarrant í moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði þar sem fimmtíu manns fórust.

Wijewardene sagði ennfremur að tveir íslamskir hryðjuverkahópar hafi staðið fyrir árásinni, meðal annars National Thawheed Jama'at (NTJ) að því er fram kemur í frétt Reuters. Lögregla á Srí Lanka kannar nú hvort að hóparnir hafi notið liðsinnis alþjóðlegra hryðjuverkahópa.

Ráðist var á kirkjur og glæsihótel á eyjunni í samræmdum aðgerðum.

Lögreglumenn á Srí Lanka eru búnir að handtaka milli 24 og fjörutíu manns vegna árásanna.


Tengdar fréttir

Fjörutíu handteknir á Srí Lanka

Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×