„Kannski hefði ég átt að bíða og skýla þeim með líkama mínum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. apríl 2019 23:30 Daniel og Amelie Linsay létust í hryðjuverkaárásinni í Srí Lanka á páskadag. Mynd/Linsay-fjölskyldan Faðir tveggja fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Srí Lanka segist velta því fyrir sér í sífellu hvort hann hafi getað gert eitthvað öðruvísi til þess að vernda börnin sín tvö sekúndurnar örlagaríku sem sprengjurnar sprungu í kringum þau. Í viðtali við CNN lýsir Matt Linsey tilfinningum sem bærast í brjósti hans eftir að hann slapp naumlega undan árásinni sem gerð var á Shangri-La hótelið í Colombo á Srí Lanka á páskadag. Börn hans tvö sem voru á ferðalagi með honum voru ekki svo heppin. „Það sprakk sprengja og þau hlupu bæði í áttina til mín,“ sagði Matt Linsey í samtali við CNN. „Ég viss að það væri önnur sprengja vegna þess að það er það alltaf í svona árásum.“ Börnin hans tvö, Daniel og Amelie Linsey, 21 og 19 ára gömul, reyndu að flýja ásamt föður sínum en þegar þau voru að nálgast lyftu á hótelinu sprakk sprengja númer tvö. Daniel og Amelie urðu fyrir henni. „Kannski hefði ég átt að bíða og skýla þeim með líkama mínum,“ sagði hinn 61 árs gamli Matt í viðtalinu tilfinningaríka en áður en árásin hófst höfðu þau verið að fá sér morgunmat á hótelinu. Í viðtalinu lýsir Matt því hvernig hann hafi hlaupið í átt að Daniel og Amelie eftir sprenginguna. „Þau voru bæði meðvitundarlaus en dóttir mín virtist hreyfa sig. Kona bauðst til þess að koma dóttur minni í sjúkrabíl en ég þurfti hjálp til að koma syni mínum niður,“ sagði Matt.Ástin er svarið Matt ályktaði sem svo að Amelie væri minna slösuð og því var hann við hlið Daniel í sjúkrabílnum þar sem hann og bráðaliðar reyndu að endurlífga son hans, án árangurs. Við komuna á sjúkrahúsið hófst leitin að Amelie. Hún fannst undir ábreiðu á sjúkrahúsinu, látin. Spurður að því hvort hann sé ekki reiður yfir því að hafa misst tvö af börnum sínum í árás sem þessari svarar hann að ákveðið lag komi upp í huga hans. „Eitt af uppáhaldslögum okkar dóttur minnar var lag sem heitir Love is the answer. Þegar ég missti föður minn varð þetta lagið okkar, hún var bara sex ára. Jú, maður vill að ríkisstjórnin geri það sem þeir geti til að stoppa þetta fólk,“ sagði Matt sem var með skilaboð til þeirra sem frömdu hryðjuverkin. „Ástin er svarið og það að hjálpa fólki.“ Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Faðir tveggja fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Srí Lanka segist velta því fyrir sér í sífellu hvort hann hafi getað gert eitthvað öðruvísi til þess að vernda börnin sín tvö sekúndurnar örlagaríku sem sprengjurnar sprungu í kringum þau. Í viðtali við CNN lýsir Matt Linsey tilfinningum sem bærast í brjósti hans eftir að hann slapp naumlega undan árásinni sem gerð var á Shangri-La hótelið í Colombo á Srí Lanka á páskadag. Börn hans tvö sem voru á ferðalagi með honum voru ekki svo heppin. „Það sprakk sprengja og þau hlupu bæði í áttina til mín,“ sagði Matt Linsey í samtali við CNN. „Ég viss að það væri önnur sprengja vegna þess að það er það alltaf í svona árásum.“ Börnin hans tvö, Daniel og Amelie Linsey, 21 og 19 ára gömul, reyndu að flýja ásamt föður sínum en þegar þau voru að nálgast lyftu á hótelinu sprakk sprengja númer tvö. Daniel og Amelie urðu fyrir henni. „Kannski hefði ég átt að bíða og skýla þeim með líkama mínum,“ sagði hinn 61 árs gamli Matt í viðtalinu tilfinningaríka en áður en árásin hófst höfðu þau verið að fá sér morgunmat á hótelinu. Í viðtalinu lýsir Matt því hvernig hann hafi hlaupið í átt að Daniel og Amelie eftir sprenginguna. „Þau voru bæði meðvitundarlaus en dóttir mín virtist hreyfa sig. Kona bauðst til þess að koma dóttur minni í sjúkrabíl en ég þurfti hjálp til að koma syni mínum niður,“ sagði Matt.Ástin er svarið Matt ályktaði sem svo að Amelie væri minna slösuð og því var hann við hlið Daniel í sjúkrabílnum þar sem hann og bráðaliðar reyndu að endurlífga son hans, án árangurs. Við komuna á sjúkrahúsið hófst leitin að Amelie. Hún fannst undir ábreiðu á sjúkrahúsinu, látin. Spurður að því hvort hann sé ekki reiður yfir því að hafa misst tvö af börnum sínum í árás sem þessari svarar hann að ákveðið lag komi upp í huga hans. „Eitt af uppáhaldslögum okkar dóttur minnar var lag sem heitir Love is the answer. Þegar ég missti föður minn varð þetta lagið okkar, hún var bara sex ára. Jú, maður vill að ríkisstjórnin geri það sem þeir geti til að stoppa þetta fólk,“ sagði Matt sem var með skilaboð til þeirra sem frömdu hryðjuverkin. „Ástin er svarið og það að hjálpa fólki.“
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57
Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent