Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. apríl 2019 07:45 Corbyn og May, leiðtogar stærstu flokka Bretlands. Nordicphotos/AFP Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. Fyrsta lota viðræðna bar ekki árangur og fékk May nokkra gagnrýni á sig frá öðrum úr Íhaldsflokki fyrir að leita á náðir stjórnarandstöðunnar. Algjör pattstaða hefur ríkt á breska þinginu um Brexit. Þingið hefur í þrígang hafnað þeim samningi sem May-stjórnin náði við ESB um útgöngu en hefur sömuleiðis mistekist að ná saman um aðra nálgun í útgöngumálinu. Þá hefur þingið einnig hafnað samningslausri útgöngu og hefur því þurft að fresta útgöngu í tvígang. Nigel Evans, Íhaldsmaður og annar stjórnenda hinnar áhrifaríku 1992-nefndar flokksins, er sér meðal annars um vantraustsatkvæðagreiðslur, sagði við BBC í gær að May ætti að segja af sér eins og skot. „Eina leiðin út úr þessari pattstöðu er að Íhaldsflokkurinn fái nýjan leiðtoga,“ sagði Evans. Hann bætti því svo við að May væri nú að leita til Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, þegar hún ætti að vera að leita til þjóðarinnar. Ósáttir Íhaldsmenn fengu það í gegn í vikunni að viðbótarlandsfundur yrði haldinn í næsta mánuði. Þar munu fulltrúar flokksins hvaðanæva af Bretlandi ræða um ráðgefandi vantrauststillögu á hendur May. Þetta er gert þar sem þingmenn mega ekki lýsa yfir vantrausti á May fyrr en í desember sökum þess að niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu í desember síðastliðnum var May í hag. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. Fyrsta lota viðræðna bar ekki árangur og fékk May nokkra gagnrýni á sig frá öðrum úr Íhaldsflokki fyrir að leita á náðir stjórnarandstöðunnar. Algjör pattstaða hefur ríkt á breska þinginu um Brexit. Þingið hefur í þrígang hafnað þeim samningi sem May-stjórnin náði við ESB um útgöngu en hefur sömuleiðis mistekist að ná saman um aðra nálgun í útgöngumálinu. Þá hefur þingið einnig hafnað samningslausri útgöngu og hefur því þurft að fresta útgöngu í tvígang. Nigel Evans, Íhaldsmaður og annar stjórnenda hinnar áhrifaríku 1992-nefndar flokksins, er sér meðal annars um vantraustsatkvæðagreiðslur, sagði við BBC í gær að May ætti að segja af sér eins og skot. „Eina leiðin út úr þessari pattstöðu er að Íhaldsflokkurinn fái nýjan leiðtoga,“ sagði Evans. Hann bætti því svo við að May væri nú að leita til Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, þegar hún ætti að vera að leita til þjóðarinnar. Ósáttir Íhaldsmenn fengu það í gegn í vikunni að viðbótarlandsfundur yrði haldinn í næsta mánuði. Þar munu fulltrúar flokksins hvaðanæva af Bretlandi ræða um ráðgefandi vantrauststillögu á hendur May. Þetta er gert þar sem þingmenn mega ekki lýsa yfir vantrausti á May fyrr en í desember sökum þess að niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu í desember síðastliðnum var May í hag.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira