Enski boltinn

Selfyssingarnir frábærir í stórsigri Álaborgar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus var frábær í kvöld.
Janus var frábær í kvöld.

Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon voru öflugir er Álaborg vann sigur á Skjern, 34-28, í úrslitakeppninni í Danmörku.

Álaborg tók völdin strax frá upphafi og var 18-13 yfir í leikhlé. Sigurinn aldrei í hættu hjá deildar- og bikarmeisturunum sem stefna á þrennuna. Þeir stigu stórt skref í átt að sæti í undanúrslitunum.

Janus og Ómar Ingi skoruðu báðir sex mörk úr átta skotum en auk þess gaf Janus þrjár stoðsendingar. Björgvin Páll varði tvo bolta í marki Skjern sem er með tvö stig í riðlinum en Álaborg sex.

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu er SönderjyskE vann sigur á TTH Holstebro, 32-30. SönderjyskE með tvö stig í riðli eitt.

Rúnar Kárason skoraði fimm og Gunnar Steinn Jónsson tvö er Ribe-Esbjerg tapaði með einu marki gegn Nordsjælland, 26-25. Ribe er í góðum málum í umspilinu um fall.

Ólafur Gústafsson var ekki með Kolding sem tapaði með sjö mörkum fyrir Mors-Thy, 31-24, eftir að hafa verið 14-9 yfir í leikhlé. Mikilvægur sigur í baráttunni um fall.

Í Noregi vann Elverum stórsigur á Fyllingen í undanúrslitunum þar í landi. Sigvaldi Guðjónsson gerði fjögur mörk og Þráinn Orri Jónsson eitt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.