Fimm ára drengur varð vitni að morðum á móður sinni og bróður Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 17:59 Borgin Adeje á suðvestur hluta Tenerife. Fjöllin þar sem drengurinn fannst sjást í bakgrunni. Getty/Laszlo Szirtesi Fimm ára gamall þýskur drengur leiddi spænsku lögregluna að líkum móður sinnar og tíu ára bróður sem falin voru í helli á spænsku eyjunni Tenerife. Faðir drengjanna, sem einnig er þýskur, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa myrt konu sína og son. Drengurinn fannst ráfandi um í fjöllunum nálægt borginni Adeje, moldugur og grátandi á þriðjudag af íbúum svæðisins. Fram hefur komið í spænskum fjölmiðlum að konan hafi komið ásamt sonum sínum til eyjarinnar á mánudag til að heimsækja föður þeirra, en hann er búsettur á eyjunni. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu eftir nokkur átök við lögreglu. Málið er talið vera heimilisofbeldi og hefur spænska ríkisstjórnin fordæmt það gríðarlega á Twitter á þeim forsendum. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra landsins kallaði málið „hrottafengið kynbundið morð.“ Spænska fréttastofan El País sagði hellinn hafa fundist eftir langa leit í mikilli þoku og hafi úr sem legið hafi á jörðinni beint leitarhópnum í rétta átt. Konan sem fann drenginn, sem ber nafnið Rosi, lýsti því fyrir spænskum fjölmiðlum þegar hún fann drenginn. Hann hafi verið í miklu uppnámi, þreyttur og hræddur. Hún skilji sjálf ekki þýsku en hafi náð í vin sinn sem skildi þýsku sem þýddi fyrir hana sögu drengsins. Hann hafi lýst fyrir þeim hvernig hann hafi „sloppið og hlaupið í burtu.“ Drengurinn er nú í umsjá barnaverndarnefndar Kanarí eyja en þýskur ættingi hans sé á leiðinni til eyjunnar með hjálp þýsks ræðismannsembættis, til að hitta drenginn. Cristina Valido, talsmaður yfirvalda Kanarí eyja, sagði í samtali við fjölmiðla að „þótt það væri freistandi að leifa drengnum að snúa aftur til fjölskyldu sinnar og heimalands síns er svo mál með vexti að hann varð vitni að glæp og það er í höndum dómskerfisins að ákveða hvenær hann fær að snúa aftur heim.“ Kynbundnir glæpir eru mjög algengir á Spáni og að sögn Calvo hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum sínum á þessu ári. Spánn Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Fimm ára gamall þýskur drengur leiddi spænsku lögregluna að líkum móður sinnar og tíu ára bróður sem falin voru í helli á spænsku eyjunni Tenerife. Faðir drengjanna, sem einnig er þýskur, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa myrt konu sína og son. Drengurinn fannst ráfandi um í fjöllunum nálægt borginni Adeje, moldugur og grátandi á þriðjudag af íbúum svæðisins. Fram hefur komið í spænskum fjölmiðlum að konan hafi komið ásamt sonum sínum til eyjarinnar á mánudag til að heimsækja föður þeirra, en hann er búsettur á eyjunni. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu eftir nokkur átök við lögreglu. Málið er talið vera heimilisofbeldi og hefur spænska ríkisstjórnin fordæmt það gríðarlega á Twitter á þeim forsendum. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra landsins kallaði málið „hrottafengið kynbundið morð.“ Spænska fréttastofan El País sagði hellinn hafa fundist eftir langa leit í mikilli þoku og hafi úr sem legið hafi á jörðinni beint leitarhópnum í rétta átt. Konan sem fann drenginn, sem ber nafnið Rosi, lýsti því fyrir spænskum fjölmiðlum þegar hún fann drenginn. Hann hafi verið í miklu uppnámi, þreyttur og hræddur. Hún skilji sjálf ekki þýsku en hafi náð í vin sinn sem skildi þýsku sem þýddi fyrir hana sögu drengsins. Hann hafi lýst fyrir þeim hvernig hann hafi „sloppið og hlaupið í burtu.“ Drengurinn er nú í umsjá barnaverndarnefndar Kanarí eyja en þýskur ættingi hans sé á leiðinni til eyjunnar með hjálp þýsks ræðismannsembættis, til að hitta drenginn. Cristina Valido, talsmaður yfirvalda Kanarí eyja, sagði í samtali við fjölmiðla að „þótt það væri freistandi að leifa drengnum að snúa aftur til fjölskyldu sinnar og heimalands síns er svo mál með vexti að hann varð vitni að glæp og það er í höndum dómskerfisins að ákveða hvenær hann fær að snúa aftur heim.“ Kynbundnir glæpir eru mjög algengir á Spáni og að sögn Calvo hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum sínum á þessu ári.
Spánn Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira