Óli Kristjáns: Erum með lið sem vill keppa við Val Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 27. apríl 2019 19:09 Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH. vísir/skjáskot FH unnu í dag 2-0 á móti HK í fyrstu umferð Pepsi Max deildar karla. FH komust snemma yfir og þrátt fyrir að skapa sér ekki mikið af færum var sigurinn aldrei í hættu. „Ég er ánægður með sigurinn og spilamennskuna mest megnis af leiknum. Auðvitað eru kaflar sem við hefðum viljað nýta betur,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH ánægður eftir leik dagsins. „HK er með mjög skipulagt lið og í stöðunni 1-0 biðu þeir svolítið. Þeir vissu að þeir gætu komið sér aftur inn í leikinn en ég var rólegri eftir annað markið. Við verjumst ágætlega þeim áhlaupum sem HK komu með og það er gott að byrja mótið á 2-0 sigri.” HK voru meira með boltann í seinni hálfleik en Óli var ekki að hafa áhyggjur af því. „Miðað við hvernig leikurinn endaði þá er allt í lagi þó þeir hafi verið með boltann eitthvað.” Steven Lennon og Davíð Þór Viðarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá FH í dag. Steven Lennon kom inná en Davíð sat allan leikinn. Þeir eru búnir að vera að glíma við meiðsli á undirbúningstímabilinu og eru að spila sig aftur inn í liðið. „Þeir eru hvorugur búnir að spila núna í 6 vikur. Þú hoppar ekkert inn í byrjunarliðið án þess að hafa verið að spila eitthvað. Þeir eru ekki komnir í form. Það er búið að vera smá eymsli á þeim og þeir eru ekki komnir í leikform. Við þurfum að gefa þeim mínútur hér og þar til að koma þeim í stand.” FH voru með völdin mest allan fyrri hálfleikinn og skoruðu í honum glæsilegt mark. „Í fyrri hálfleik voru kaflar sem voru fínir. Við vorum að leysa okkur ágætlega út úr pressunni þeirra. Við sköpuðum færi og gerðum frábært mark í fyrri hálfleik. Fyrra markið var virkilega vel spilað.” HK fengu fullt af föstum leikatriðum en sköpuðu sér aldrei færi úr þeim. FH vörnin var virkilega örugg í dag og hleyptu HK aldrei í þær stöður sem þeir vildu. „Við vörðumst föstum leikatriðum HK mjög vel. Við fengum ekki á okkur skyndisóknir. Úrslitin að fara með 3 stig út úr leiknum, skora 2 mörk og fá ekkert á sig er frekar jákvætt myndi ég segja.” Brandur Olsen skoraði frábært mark langt utan af velli til að koma FH í 2-0. Brandur vann boltann og var mjög fljótur að átta sig á að hann gæti skotið strax. „Hann er með ágætis spyrnufót. Hann sá að markmaðurinn var framarlega þegar hann vinnur boltann og var fljótur að átta sig. Virkilega góð mörk hjá okkur í dag.” FH fara á Origo-völlinn á miðvikudaginn þar sem þeir spila við Val í Mjólkurbikarnum. „Ég er mjög svo spenntur fyrir þessum leik. Þetta er verðugt verkefni, við erum með lið sem að vill keppa við Val. Það verður bara virkilega skemmtilegt fyrir okkur að spila við þá.” Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30 Brynjar Björn: Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta Það var nokkuð bratt yfir Brynjari þrátt fyrir tap í Krikanum í kvöld. 27. apríl 2019 18:50 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
FH unnu í dag 2-0 á móti HK í fyrstu umferð Pepsi Max deildar karla. FH komust snemma yfir og þrátt fyrir að skapa sér ekki mikið af færum var sigurinn aldrei í hættu. „Ég er ánægður með sigurinn og spilamennskuna mest megnis af leiknum. Auðvitað eru kaflar sem við hefðum viljað nýta betur,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH ánægður eftir leik dagsins. „HK er með mjög skipulagt lið og í stöðunni 1-0 biðu þeir svolítið. Þeir vissu að þeir gætu komið sér aftur inn í leikinn en ég var rólegri eftir annað markið. Við verjumst ágætlega þeim áhlaupum sem HK komu með og það er gott að byrja mótið á 2-0 sigri.” HK voru meira með boltann í seinni hálfleik en Óli var ekki að hafa áhyggjur af því. „Miðað við hvernig leikurinn endaði þá er allt í lagi þó þeir hafi verið með boltann eitthvað.” Steven Lennon og Davíð Þór Viðarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá FH í dag. Steven Lennon kom inná en Davíð sat allan leikinn. Þeir eru búnir að vera að glíma við meiðsli á undirbúningstímabilinu og eru að spila sig aftur inn í liðið. „Þeir eru hvorugur búnir að spila núna í 6 vikur. Þú hoppar ekkert inn í byrjunarliðið án þess að hafa verið að spila eitthvað. Þeir eru ekki komnir í form. Það er búið að vera smá eymsli á þeim og þeir eru ekki komnir í leikform. Við þurfum að gefa þeim mínútur hér og þar til að koma þeim í stand.” FH voru með völdin mest allan fyrri hálfleikinn og skoruðu í honum glæsilegt mark. „Í fyrri hálfleik voru kaflar sem voru fínir. Við vorum að leysa okkur ágætlega út úr pressunni þeirra. Við sköpuðum færi og gerðum frábært mark í fyrri hálfleik. Fyrra markið var virkilega vel spilað.” HK fengu fullt af föstum leikatriðum en sköpuðu sér aldrei færi úr þeim. FH vörnin var virkilega örugg í dag og hleyptu HK aldrei í þær stöður sem þeir vildu. „Við vörðumst föstum leikatriðum HK mjög vel. Við fengum ekki á okkur skyndisóknir. Úrslitin að fara með 3 stig út úr leiknum, skora 2 mörk og fá ekkert á sig er frekar jákvætt myndi ég segja.” Brandur Olsen skoraði frábært mark langt utan af velli til að koma FH í 2-0. Brandur vann boltann og var mjög fljótur að átta sig á að hann gæti skotið strax. „Hann er með ágætis spyrnufót. Hann sá að markmaðurinn var framarlega þegar hann vinnur boltann og var fljótur að átta sig. Virkilega góð mörk hjá okkur í dag.” FH fara á Origo-völlinn á miðvikudaginn þar sem þeir spila við Val í Mjólkurbikarnum. „Ég er mjög svo spenntur fyrir þessum leik. Þetta er verðugt verkefni, við erum með lið sem að vill keppa við Val. Það verður bara virkilega skemmtilegt fyrir okkur að spila við þá.”
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30 Brynjar Björn: Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta Það var nokkuð bratt yfir Brynjari þrátt fyrir tap í Krikanum í kvöld. 27. apríl 2019 18:50 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30
Brynjar Björn: Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta Það var nokkuð bratt yfir Brynjari þrátt fyrir tap í Krikanum í kvöld. 27. apríl 2019 18:50