Óli Kristjáns: Erum með lið sem vill keppa við Val Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 27. apríl 2019 19:09 Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH. vísir/skjáskot FH unnu í dag 2-0 á móti HK í fyrstu umferð Pepsi Max deildar karla. FH komust snemma yfir og þrátt fyrir að skapa sér ekki mikið af færum var sigurinn aldrei í hættu. „Ég er ánægður með sigurinn og spilamennskuna mest megnis af leiknum. Auðvitað eru kaflar sem við hefðum viljað nýta betur,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH ánægður eftir leik dagsins. „HK er með mjög skipulagt lið og í stöðunni 1-0 biðu þeir svolítið. Þeir vissu að þeir gætu komið sér aftur inn í leikinn en ég var rólegri eftir annað markið. Við verjumst ágætlega þeim áhlaupum sem HK komu með og það er gott að byrja mótið á 2-0 sigri.” HK voru meira með boltann í seinni hálfleik en Óli var ekki að hafa áhyggjur af því. „Miðað við hvernig leikurinn endaði þá er allt í lagi þó þeir hafi verið með boltann eitthvað.” Steven Lennon og Davíð Þór Viðarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá FH í dag. Steven Lennon kom inná en Davíð sat allan leikinn. Þeir eru búnir að vera að glíma við meiðsli á undirbúningstímabilinu og eru að spila sig aftur inn í liðið. „Þeir eru hvorugur búnir að spila núna í 6 vikur. Þú hoppar ekkert inn í byrjunarliðið án þess að hafa verið að spila eitthvað. Þeir eru ekki komnir í form. Það er búið að vera smá eymsli á þeim og þeir eru ekki komnir í leikform. Við þurfum að gefa þeim mínútur hér og þar til að koma þeim í stand.” FH voru með völdin mest allan fyrri hálfleikinn og skoruðu í honum glæsilegt mark. „Í fyrri hálfleik voru kaflar sem voru fínir. Við vorum að leysa okkur ágætlega út úr pressunni þeirra. Við sköpuðum færi og gerðum frábært mark í fyrri hálfleik. Fyrra markið var virkilega vel spilað.” HK fengu fullt af föstum leikatriðum en sköpuðu sér aldrei færi úr þeim. FH vörnin var virkilega örugg í dag og hleyptu HK aldrei í þær stöður sem þeir vildu. „Við vörðumst föstum leikatriðum HK mjög vel. Við fengum ekki á okkur skyndisóknir. Úrslitin að fara með 3 stig út úr leiknum, skora 2 mörk og fá ekkert á sig er frekar jákvætt myndi ég segja.” Brandur Olsen skoraði frábært mark langt utan af velli til að koma FH í 2-0. Brandur vann boltann og var mjög fljótur að átta sig á að hann gæti skotið strax. „Hann er með ágætis spyrnufót. Hann sá að markmaðurinn var framarlega þegar hann vinnur boltann og var fljótur að átta sig. Virkilega góð mörk hjá okkur í dag.” FH fara á Origo-völlinn á miðvikudaginn þar sem þeir spila við Val í Mjólkurbikarnum. „Ég er mjög svo spenntur fyrir þessum leik. Þetta er verðugt verkefni, við erum með lið sem að vill keppa við Val. Það verður bara virkilega skemmtilegt fyrir okkur að spila við þá.” Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30 Brynjar Björn: Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta Það var nokkuð bratt yfir Brynjari þrátt fyrir tap í Krikanum í kvöld. 27. apríl 2019 18:50 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Sjá meira
FH unnu í dag 2-0 á móti HK í fyrstu umferð Pepsi Max deildar karla. FH komust snemma yfir og þrátt fyrir að skapa sér ekki mikið af færum var sigurinn aldrei í hættu. „Ég er ánægður með sigurinn og spilamennskuna mest megnis af leiknum. Auðvitað eru kaflar sem við hefðum viljað nýta betur,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH ánægður eftir leik dagsins. „HK er með mjög skipulagt lið og í stöðunni 1-0 biðu þeir svolítið. Þeir vissu að þeir gætu komið sér aftur inn í leikinn en ég var rólegri eftir annað markið. Við verjumst ágætlega þeim áhlaupum sem HK komu með og það er gott að byrja mótið á 2-0 sigri.” HK voru meira með boltann í seinni hálfleik en Óli var ekki að hafa áhyggjur af því. „Miðað við hvernig leikurinn endaði þá er allt í lagi þó þeir hafi verið með boltann eitthvað.” Steven Lennon og Davíð Þór Viðarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá FH í dag. Steven Lennon kom inná en Davíð sat allan leikinn. Þeir eru búnir að vera að glíma við meiðsli á undirbúningstímabilinu og eru að spila sig aftur inn í liðið. „Þeir eru hvorugur búnir að spila núna í 6 vikur. Þú hoppar ekkert inn í byrjunarliðið án þess að hafa verið að spila eitthvað. Þeir eru ekki komnir í form. Það er búið að vera smá eymsli á þeim og þeir eru ekki komnir í leikform. Við þurfum að gefa þeim mínútur hér og þar til að koma þeim í stand.” FH voru með völdin mest allan fyrri hálfleikinn og skoruðu í honum glæsilegt mark. „Í fyrri hálfleik voru kaflar sem voru fínir. Við vorum að leysa okkur ágætlega út úr pressunni þeirra. Við sköpuðum færi og gerðum frábært mark í fyrri hálfleik. Fyrra markið var virkilega vel spilað.” HK fengu fullt af föstum leikatriðum en sköpuðu sér aldrei færi úr þeim. FH vörnin var virkilega örugg í dag og hleyptu HK aldrei í þær stöður sem þeir vildu. „Við vörðumst föstum leikatriðum HK mjög vel. Við fengum ekki á okkur skyndisóknir. Úrslitin að fara með 3 stig út úr leiknum, skora 2 mörk og fá ekkert á sig er frekar jákvætt myndi ég segja.” Brandur Olsen skoraði frábært mark langt utan af velli til að koma FH í 2-0. Brandur vann boltann og var mjög fljótur að átta sig á að hann gæti skotið strax. „Hann er með ágætis spyrnufót. Hann sá að markmaðurinn var framarlega þegar hann vinnur boltann og var fljótur að átta sig. Virkilega góð mörk hjá okkur í dag.” FH fara á Origo-völlinn á miðvikudaginn þar sem þeir spila við Val í Mjólkurbikarnum. „Ég er mjög svo spenntur fyrir þessum leik. Þetta er verðugt verkefni, við erum með lið sem að vill keppa við Val. Það verður bara virkilega skemmtilegt fyrir okkur að spila við þá.”
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30 Brynjar Björn: Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta Það var nokkuð bratt yfir Brynjari þrátt fyrir tap í Krikanum í kvöld. 27. apríl 2019 18:50 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Sjá meira
Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30
Brynjar Björn: Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta Það var nokkuð bratt yfir Brynjari þrátt fyrir tap í Krikanum í kvöld. 27. apríl 2019 18:50