Sósíalistaflokkur forsætisráðherra atkvæðamestur í kosningunum á Spáni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 18:25 Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez er sigurvegari kosninganna samkvæmt fyrstu útgönguspá með 28,1% atkvæða. AP Góð þátttaka var í þingkosningunum sem fram fóru á Spáni í dag en kjörsókn var talsvert betri en í þingkosningunum árið 2016. Kjörstöðum var lokað klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez er sigurvegari kosninganna samkvæmt fyrstu útgönguspá með 28,1% atkvæða. Þá hlýtur Lýðflokkurinn sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn 17,8% sem er lakasta útkoman í kosningum í sögu flokksins að því er BBC greinir frá. Hægriöfgaflokkurinn Vox fær samkvæmt þessu 12,1% atkvæða, flokkurinn Við getum fær 16,1% og Borgarar 14,4% samkvæmt útgönguspá. Viðlíka sundrung og ríkt hefur að undanförnu í spænskum stjórnmálum hefur vart sést á síðustu árum og þykir líklegt að erfitt verði að mynda ríkisstjórn. Kjörstaðir opnuðu í morgun en fimm flokkar börðust um atkvæði kjósenda. Á vinstri vængnum sækist Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra, og flokkurinn Podemos, eða „Við getum”, eftir því að mynda saman ríkisstjórn.Kjörsókn var með ágætum á Spáni í dag.APÁ hægri vængnum gætu Lýðflokkurinn og Borgarar tekið höndum saman við hægriöfgaflokkinn Vox sem sótt hefur í sig veðrið í aðdraganda kosninga, en flokkurinn lýsir sig andvígan fjölmenningu og femínisma og hefur hótað að binda endi á sjálfstjórnarhéruð á Spáni á borð við Katalóníu. „Eftir klukkan átta í kvöld, þegar kjörkassar verða opnaðir og atkvæðin talin, þurfa allir flokkar að virða niðurstöður kosninganna, standa vörð um lýðræðið, standa vörð um þjóðina og standa vörð um einingu meðal Spánverja,” sagði Santiago Abascal, leiðtogi Vox, í samtali við spænska fjölmiðla eftir að hafa greitt atkvæði.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.Síðustu útgönguspár spænskra fjölmiðla gerðu ráð fyrir að Vox gæti fengið um 11% atkvæða, Sósíalistar 30%, Lýðflokkurinn um 20% og „Við getum” og Borgarar um 14% hvor. Aftur á móti höfðu um fjórir af hverjum tíu kjósendum ekki gert upp hug sinn samkvæmt síðustu spám fyrir kosningarnar. Kjörsókn var 60,7% tveimur tímum fyrir lokun kjörstaða sem er nokkuð betra en á sama tíma í kosningunum 2016 þegar hún var 51,2%. Líklegt þykir að erfitt geti reynst að mynda stjórn en ennþá á eftir að klára að telja upp úr kjörkössunum.Fréttin hefur verið uppfærð. Spánn Tengdar fréttir Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00 Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39 Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Góð þátttaka var í þingkosningunum sem fram fóru á Spáni í dag en kjörsókn var talsvert betri en í þingkosningunum árið 2016. Kjörstöðum var lokað klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez er sigurvegari kosninganna samkvæmt fyrstu útgönguspá með 28,1% atkvæða. Þá hlýtur Lýðflokkurinn sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn 17,8% sem er lakasta útkoman í kosningum í sögu flokksins að því er BBC greinir frá. Hægriöfgaflokkurinn Vox fær samkvæmt þessu 12,1% atkvæða, flokkurinn Við getum fær 16,1% og Borgarar 14,4% samkvæmt útgönguspá. Viðlíka sundrung og ríkt hefur að undanförnu í spænskum stjórnmálum hefur vart sést á síðustu árum og þykir líklegt að erfitt verði að mynda ríkisstjórn. Kjörstaðir opnuðu í morgun en fimm flokkar börðust um atkvæði kjósenda. Á vinstri vængnum sækist Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra, og flokkurinn Podemos, eða „Við getum”, eftir því að mynda saman ríkisstjórn.Kjörsókn var með ágætum á Spáni í dag.APÁ hægri vængnum gætu Lýðflokkurinn og Borgarar tekið höndum saman við hægriöfgaflokkinn Vox sem sótt hefur í sig veðrið í aðdraganda kosninga, en flokkurinn lýsir sig andvígan fjölmenningu og femínisma og hefur hótað að binda endi á sjálfstjórnarhéruð á Spáni á borð við Katalóníu. „Eftir klukkan átta í kvöld, þegar kjörkassar verða opnaðir og atkvæðin talin, þurfa allir flokkar að virða niðurstöður kosninganna, standa vörð um lýðræðið, standa vörð um þjóðina og standa vörð um einingu meðal Spánverja,” sagði Santiago Abascal, leiðtogi Vox, í samtali við spænska fjölmiðla eftir að hafa greitt atkvæði.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.Síðustu útgönguspár spænskra fjölmiðla gerðu ráð fyrir að Vox gæti fengið um 11% atkvæða, Sósíalistar 30%, Lýðflokkurinn um 20% og „Við getum” og Borgarar um 14% hvor. Aftur á móti höfðu um fjórir af hverjum tíu kjósendum ekki gert upp hug sinn samkvæmt síðustu spám fyrir kosningarnar. Kjörsókn var 60,7% tveimur tímum fyrir lokun kjörstaða sem er nokkuð betra en á sama tíma í kosningunum 2016 þegar hún var 51,2%. Líklegt þykir að erfitt geti reynst að mynda stjórn en ennþá á eftir að klára að telja upp úr kjörkössunum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Spánn Tengdar fréttir Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00 Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39 Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00
Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39
Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15