Spáir stöðugleika framundan á Spáni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. apríl 2019 20:00 Leiðtogar fjögurra stærstu stjórnmálaflokkanna á spænska þinginu. AP/Raul Tejedor Óhætt er að segja að óstöðugleiki hefur einkennt spænsk stjórnmál og efnahag undanfarin ár. Spánn fór illa úr fjármálakrísunni og aðskilnaðartilburðir í Katalóníu hafa valdið miklum titringi. Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd segir að í áratugi hafi verið sterkt tveggja flokka kerfi á Spáni þar sem öflugir vinstri og hægri flokkar skiptust á völdum. Það sé hinsvegar liðin tíð. hann telur að spænskir stjórnmálamenn séu búnir að sætta sig við það að samsteypustjórn taki við eftir kosningar. Molina segir að það í bland við efnahagslegan uppgang þýði meiri stöðugleiki á komandi árum. „Þegar ný ríkisstjórn tekur við, og efnahagurinn gengur vel, er hægt að glíma á uppbyggilegari hátt við vandamálin í tengslum við katalóníu og þá gæti komist á meiri stöðugleiki næstu fjögur árin,“ segir hann.Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd telur að áhrif popúlista verði takmörkuð eftir kosningar.Mynd/BaldurSósíalistaflokkurinn, flokkur forsætisráðherrans Pedro Sanchez, mælist sterkastur í skoðanakönnunum með um fjórðungsfylgi. Þjóðarflokkurinn sem er hinn hefðbundni hægriflokkur mælist með um tuttugu prósent og frjálslyndi borgaraflokkurinn með um fimmtán. Vinstripopúlistaflokkurinn Podemos og hægripopúlistaflokkurinn VOX mælast báðir rétt yfir 12 prósentum. Molina telur þá ólíkega til að rugga bátnum eftir kosningar ólíkt popúlístaflokkum í mörgum öðrum Evrópuríkjum. „Ég tel að þessir tveir flokkar verði ekki nægilega sterkir til að koma stjórnmálakerfinu úr skorðum,“ segir hann og bendir á að Podemos og VOX séu til dæmis ekki harðlínuflokkar þegar kemur að málefnum Evrópusambandsins. „Þessir flokkar, þó þeir séu popúlistaflokkar, eru ekki á móti Evrópusambandinu sem er áhugavert í samanburði við vinstri- og hægripopúlista í Evrópu sem telja ESb slæman hlut. Jafnvel róttæku flokkarnir á Spáni eru hlynntari auknu evrópsku samstarfi.“ Spánn Tengdar fréttir Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Óhætt er að segja að óstöðugleiki hefur einkennt spænsk stjórnmál og efnahag undanfarin ár. Spánn fór illa úr fjármálakrísunni og aðskilnaðartilburðir í Katalóníu hafa valdið miklum titringi. Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd segir að í áratugi hafi verið sterkt tveggja flokka kerfi á Spáni þar sem öflugir vinstri og hægri flokkar skiptust á völdum. Það sé hinsvegar liðin tíð. hann telur að spænskir stjórnmálamenn séu búnir að sætta sig við það að samsteypustjórn taki við eftir kosningar. Molina segir að það í bland við efnahagslegan uppgang þýði meiri stöðugleiki á komandi árum. „Þegar ný ríkisstjórn tekur við, og efnahagurinn gengur vel, er hægt að glíma á uppbyggilegari hátt við vandamálin í tengslum við katalóníu og þá gæti komist á meiri stöðugleiki næstu fjögur árin,“ segir hann.Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd telur að áhrif popúlista verði takmörkuð eftir kosningar.Mynd/BaldurSósíalistaflokkurinn, flokkur forsætisráðherrans Pedro Sanchez, mælist sterkastur í skoðanakönnunum með um fjórðungsfylgi. Þjóðarflokkurinn sem er hinn hefðbundni hægriflokkur mælist með um tuttugu prósent og frjálslyndi borgaraflokkurinn með um fimmtán. Vinstripopúlistaflokkurinn Podemos og hægripopúlistaflokkurinn VOX mælast báðir rétt yfir 12 prósentum. Molina telur þá ólíkega til að rugga bátnum eftir kosningar ólíkt popúlístaflokkum í mörgum öðrum Evrópuríkjum. „Ég tel að þessir tveir flokkar verði ekki nægilega sterkir til að koma stjórnmálakerfinu úr skorðum,“ segir hann og bendir á að Podemos og VOX séu til dæmis ekki harðlínuflokkar þegar kemur að málefnum Evrópusambandsins. „Þessir flokkar, þó þeir séu popúlistaflokkar, eru ekki á móti Evrópusambandinu sem er áhugavert í samanburði við vinstri- og hægripopúlista í Evrópu sem telja ESb slæman hlut. Jafnvel róttæku flokkarnir á Spáni eru hlynntari auknu evrópsku samstarfi.“
Spánn Tengdar fréttir Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15