Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Stjarna Víkinga átti ekki von á því að koma inn á

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Logi Tómasson.
Logi Tómasson. Stöð 2 Sport
„Þetta eru búnir að vera geggjaðir þrír dagar,“ sagði stjarna fyrstu umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla, Víkingurinn Logi Tómasson, er hann kíkti í heimsókn í Pepsi Max-mörkin í gær.

Logi skoraði algjörlega stórkostlegt mark fyrir Víking gegn Val í opnunarleik deildarinnar á föstudaginn.

„Ég sá bara klofið opið á báðum Valsmönnunum og skaut síðan. Ég hefði getað farið nær en er betri í skotum en að klára af stuttu færi,“ sagði leikmaðurinn ungi.

„Ég átti ekkert von á því að koma inn á. Svo meiðist Dofri og Arnar þjálfari kallar á mig og ég bara shit. Ég er ekkert ready í þennan leik.

Farið var um víðan völl í viðtalinu við Loga. Sýnt frábært mark sem hann skoraði í 3. flokki og einnig hlustað á tónlist leikmannsins fjölhæfa.

Í innslaginu hér að neðan er rætt við Loga og leikur Vals og Víkings greindur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×