Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2019 16:58 Ávana- og fíknilyf á borð við Oxycontin eru boðin kaupum og sölum á Íslandi, meðal annars á samfélagsmiðlum. Þessi sölumaður var með 80 mg af Oxycontin til sölu á 8000 krónur töfluna sem virðist vera götuverð taflnanna. Vísir Kona var handtekin á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. Konan var á leiðinni til landsins með flugi frá Alicante á Spáni. Á sjöunda þúsund Oxycontin töflur fundust undir fóðri í ferðatösku sem konan hafði meðferðis. Kvað kærða „hann“ eiga töskuna en á farbannsúrskurði yfir konunni er að skilja að konan hafi ekki gefið upp mögulega vitorðsmenn sína. Konan hefur verið úrskurðuð í farbann þar til dómur gengur í máli hennar. Þó ekki lengur en til 22. maí.Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að tilkynning hafi borist frá Tollgæslunni. Konan hafi viðurkennt að vita að hún væri með einhvern varning í töskunni en ekki vitað hvaða varning um ræddi eða magnið. Var konan úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku en sætir nú sem fyrr segir farbanni. Rannsókn lögreglu er í fullum gangi. Konan virðist samkvæmt greinargerð lögreglu búsett utan landsteinanna. Unnið sé að því að rannsaka aðdraganda ferðar kærðu utan og hingað til lands. Þá sé enn fremur unnið að því að rannsaka tengsl hennar við hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi og eða erlendis. Um sé að ræða verulegt magn hættulegra lyfja sem gangi kaupum og sölum með ólögmætum hætti á Íslandi. Megi ætla að götuverðmæti lyfjanna sé vel yfir fimmtíu milljónir króna. Þá telur lögreglan að lyfið hafi verið ætlað til sölu og dreifingar hér á landi. Konan á lögheimili hér á landi en hefur verið búsett erlendis undanfarin ár. Telur lögreglan ástæðu til að ætla að hún reyni að fara af landi brott verði henni ekki bönnuð för af landinu. Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur á Vogi hefur keypt lyfseðilskyld lyf Rúmlega helmingur innritaðra sjúklinga á Sjúkrahúsinu Vogi, eða 52 prósent, hafði keypt lyfseðilskyld lyf á götunni samkvæmt mánaðarlegri könnun sem SÁÁ gerir á verðlagi á ólögmætum lyfjum. 24. júlí 2018 06:00 Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Kona var handtekin á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. Konan var á leiðinni til landsins með flugi frá Alicante á Spáni. Á sjöunda þúsund Oxycontin töflur fundust undir fóðri í ferðatösku sem konan hafði meðferðis. Kvað kærða „hann“ eiga töskuna en á farbannsúrskurði yfir konunni er að skilja að konan hafi ekki gefið upp mögulega vitorðsmenn sína. Konan hefur verið úrskurðuð í farbann þar til dómur gengur í máli hennar. Þó ekki lengur en til 22. maí.Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að tilkynning hafi borist frá Tollgæslunni. Konan hafi viðurkennt að vita að hún væri með einhvern varning í töskunni en ekki vitað hvaða varning um ræddi eða magnið. Var konan úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku en sætir nú sem fyrr segir farbanni. Rannsókn lögreglu er í fullum gangi. Konan virðist samkvæmt greinargerð lögreglu búsett utan landsteinanna. Unnið sé að því að rannsaka aðdraganda ferðar kærðu utan og hingað til lands. Þá sé enn fremur unnið að því að rannsaka tengsl hennar við hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi og eða erlendis. Um sé að ræða verulegt magn hættulegra lyfja sem gangi kaupum og sölum með ólögmætum hætti á Íslandi. Megi ætla að götuverðmæti lyfjanna sé vel yfir fimmtíu milljónir króna. Þá telur lögreglan að lyfið hafi verið ætlað til sölu og dreifingar hér á landi. Konan á lögheimili hér á landi en hefur verið búsett erlendis undanfarin ár. Telur lögreglan ástæðu til að ætla að hún reyni að fara af landi brott verði henni ekki bönnuð för af landinu.
Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur á Vogi hefur keypt lyfseðilskyld lyf Rúmlega helmingur innritaðra sjúklinga á Sjúkrahúsinu Vogi, eða 52 prósent, hafði keypt lyfseðilskyld lyf á götunni samkvæmt mánaðarlegri könnun sem SÁÁ gerir á verðlagi á ólögmætum lyfjum. 24. júlí 2018 06:00 Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Helmingur á Vogi hefur keypt lyfseðilskyld lyf Rúmlega helmingur innritaðra sjúklinga á Sjúkrahúsinu Vogi, eða 52 prósent, hafði keypt lyfseðilskyld lyf á götunni samkvæmt mánaðarlegri könnun sem SÁÁ gerir á verðlagi á ólögmætum lyfjum. 24. júlí 2018 06:00
Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels