Klopp baðst afsökunar á því að hafa spilað Henderson í vitlausri stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 10:30 Jürgen Klopp faðmar Jordan Henderson. Getty/John Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það vera sér að kenna hvað Jordan Henderson hefur lítið sýnt í sóknarleik liðsins síðustu átján mánuði. Hinn 28 ára gamli Jordan Henderson hefur verið talsvert gagnrýndur en á móti Porto í Meistaradeildinni í gær þá spilaði hann mun framar á miðjunni en síðustu misseri. Jordan Henderson bjó til þrjú færi fyrir félaga sína í leiknum eða meira en nokkur annar leikmaður á vellinum. Hann hjálpaði líka við að búa til markið fyrir Roberto Firmino."Sorry Jordan." Liverpool boss Jurgen Klopp has an apology to make. Here https://t.co/UnPZmIAKy5#LFCpic.twitter.com/Tvf66lTict — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019Í leiknum á undan skoraði Jordan Henderson þriðja markið á móti Southampton og hefur því verið að minna á sig í sóknarleiknum á síðustu dögum. „Hendo er stórkostlegur leikmaður,“ sagði Jürgen Klopp um fyrirliða sinn. Hann baðst afsökunar að hafa spilað Henderson í vitlausri stöðu undanfarna átján mánuði. „Ég er virkilega ánægður að hann getur nú sýnt það á ný. Hann er hrifinn af þessari stöðu en það er mér að kenna að hann spilaði sem afturliggjandi miðjumaður í eitt og hálft ár. Við þurftum bara á honum að halda þar,“ sagði Jürgen Klopp.Just heard in the MOTD/BBC Sport office: "Henderson is playing like prime Zidane!"https://t.co/wYtGXhXFDs#TOTMCIpic.twitter.com/dND83AVjLo — Match of the Day (@BBCMOTD) April 9, 2019Henderson spilaði Trent Alexander-Arnold frían í öðru markinu og Roberto Firmino skoraði síðan eftir fyrirgjöf Alexander-Arnold. „Seinna markið var stórkostleg og hann átti líka fyrirgjöfina í marki Sadio sem var dæmt af,“ sagði Klopp. „Það var örlítil rangstaða en samt frábær fyrirgjöf. Mögnuð spilamennsku og spilamennska sem ég er hrifin af,“ sagði Klopp.Jordan Henderson er leikmaður númer 14 á þessum kortum BBC.Skjámynd/BBCBreska ríkisútvarpið skoðaði betur hvar Jordan Henderson spilaði á móti Porto í gær miðað við leikinn á móti Tottenham á dögunum. Þar má sjá mikinn mun hvað það varðar að enski landsliðsmaðurinn var miklu framar á móti Porto. „Við áttum þennan sigur hundrað prósent skilið. Við skoruðu tvö yndisleg mörk og við komust oft í hættuleg færi,“ sagði Klopp. „2-0 eru virkilega, virkilega góð úrslit. Ég hefði líka tekið við þeim fyrir leikinn og ég tek þau líka núna,“ sagði Klopp. „Þetta er enn þá leikur og við verðum að fara til þeirra og berjast fyrir okkar sæti í undanúrslitunum. Það verður mjög erfiður leikur,“ sagði Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það vera sér að kenna hvað Jordan Henderson hefur lítið sýnt í sóknarleik liðsins síðustu átján mánuði. Hinn 28 ára gamli Jordan Henderson hefur verið talsvert gagnrýndur en á móti Porto í Meistaradeildinni í gær þá spilaði hann mun framar á miðjunni en síðustu misseri. Jordan Henderson bjó til þrjú færi fyrir félaga sína í leiknum eða meira en nokkur annar leikmaður á vellinum. Hann hjálpaði líka við að búa til markið fyrir Roberto Firmino."Sorry Jordan." Liverpool boss Jurgen Klopp has an apology to make. Here https://t.co/UnPZmIAKy5#LFCpic.twitter.com/Tvf66lTict — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019Í leiknum á undan skoraði Jordan Henderson þriðja markið á móti Southampton og hefur því verið að minna á sig í sóknarleiknum á síðustu dögum. „Hendo er stórkostlegur leikmaður,“ sagði Jürgen Klopp um fyrirliða sinn. Hann baðst afsökunar að hafa spilað Henderson í vitlausri stöðu undanfarna átján mánuði. „Ég er virkilega ánægður að hann getur nú sýnt það á ný. Hann er hrifinn af þessari stöðu en það er mér að kenna að hann spilaði sem afturliggjandi miðjumaður í eitt og hálft ár. Við þurftum bara á honum að halda þar,“ sagði Jürgen Klopp.Just heard in the MOTD/BBC Sport office: "Henderson is playing like prime Zidane!"https://t.co/wYtGXhXFDs#TOTMCIpic.twitter.com/dND83AVjLo — Match of the Day (@BBCMOTD) April 9, 2019Henderson spilaði Trent Alexander-Arnold frían í öðru markinu og Roberto Firmino skoraði síðan eftir fyrirgjöf Alexander-Arnold. „Seinna markið var stórkostleg og hann átti líka fyrirgjöfina í marki Sadio sem var dæmt af,“ sagði Klopp. „Það var örlítil rangstaða en samt frábær fyrirgjöf. Mögnuð spilamennsku og spilamennska sem ég er hrifin af,“ sagði Klopp.Jordan Henderson er leikmaður númer 14 á þessum kortum BBC.Skjámynd/BBCBreska ríkisútvarpið skoðaði betur hvar Jordan Henderson spilaði á móti Porto í gær miðað við leikinn á móti Tottenham á dögunum. Þar má sjá mikinn mun hvað það varðar að enski landsliðsmaðurinn var miklu framar á móti Porto. „Við áttum þennan sigur hundrað prósent skilið. Við skoruðu tvö yndisleg mörk og við komust oft í hættuleg færi,“ sagði Klopp. „2-0 eru virkilega, virkilega góð úrslit. Ég hefði líka tekið við þeim fyrir leikinn og ég tek þau líka núna,“ sagði Klopp. „Þetta er enn þá leikur og við verðum að fara til þeirra og berjast fyrir okkar sæti í undanúrslitunum. Það verður mjög erfiður leikur,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira