Íslenski boltinn

Mjólkurbikarinn hefst í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjarnan varð bikarmeistari karla í fyrsta sinn í sögu félagsins í fyrra.
Stjarnan varð bikarmeistari karla í fyrsta sinn í sögu félagsins í fyrra. vísir/daníel þór
Keppni í Mjólkurbikar karla í fótbolta hefst í dag með leik Kára og Hamars í Akraneshöllinni. Leikurinn hefst klukkan 19:00. Káramenn leika í 2. deild en Hamarsmenn í þeirri fjórðu.

Sex leikir eru svo á dagskránni á morgun. Þar mæta m.a. Inkassodeildarlið Gróttu og Fram til leiks.

Alls verða leiknir 50 leikir í fyrstu tveimur umferðum Mjólkurbikars karla áður en dregið verður í 32-liða úrslit þann 23. apríl. Stöð 2 Sport byrjar að sýna beint frá Mjólkurbikar karla í 32-liða úrslitum keppninnar.

Mjólkurbikar kvenna hefst 3. maí. Sama dag verður dregið í 16-liða úrslitin karlamegin. Dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna 17. maí.

Keppni í Mjólkurbikar kvenna lýkur með úrslitaleik á Laugardalsvelli 17. ágúst. Úrslitaleikurinn í karlaflokki fer fram 14. september.

Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari kvenna og Stjarnan í karlaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×