Enski boltinn

Nýjustu fréttirnar af fórnarlömbum Drake bölvunarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hugo Lloris fagnar eftir að hafa varið vítið frá Sergio Aguero í Meistaradeildarleik Manchester City og Tottenham í gærkvöldi.
Hugo Lloris fagnar eftir að hafa varið vítið frá Sergio Aguero í Meistaradeildarleik Manchester City og Tottenham í gærkvöldi. Getty/Matthew Ashton
Sergio Aguero, Jadon Sancho og Pierre-Emerick Aubameyang bættust á dögunum í hóp margra fórnarlamba Drake bölvunarinnar.

Það er nefnilega oftar en ekki hlutskipti íþróttamanna að tapa og/eða klúðra leikjum eftir að hafa freistast að láta taka að sér mynd með Drake í aðdraganda mikilvægra leikja.

Drake er kanadískur rappari og mjög virtur og vinsæll tónlistarmaður. Margar af þessum knattspyrnuhetjum eru því að hitta þarna uppáhaldið sitt og þá er erfitt að standast það að fá að sér mynd með goðinu.

Þekkt dæmi um áhrif Drake bölvunarinnar er þegar Conor McGregor tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov og Serena Williams tapaði mjög óvænt fyrir Robertu Vinci á opna bandaríska meistaramótinu árið 2015. Annað dæmi er lið Miami Heat þegar LeBron James og Dwyane Wade töpuðu fyrir San Antonio Spurs 4-1 í lokaúrslitunum 2014.



Nýjustu fréttirnar af fórnarlömbum Drake bölvunarinnar eru þrír knattspyrnumenn birtu myndir af sér með Drake á samfélagsmiðlum.

Sergio Aguero fékk mynd af sér með Drake og í næsta leik á eftir þá klúðraði hann vítaspyrnu og Manchester City tapaði 1-0 á móti Tottenham í Meistaradeildinni.

Jadon Sancho fékk líka mynd af sér með Drake. Hann og félagar hans í Dortmund töpuðu síðan 5-0 á móti Bayern München í hálfgerðum úrslitaleik um þýska meistaratitilinn.

Þá má ekki gleyma hlutskipti Pierre-Emerick Aubameyang og félaga á móti Everton. Arsenal tapaði 1-0 á Goodison Park þar sem Gylfi Þór Sigurðsson reyndi jafnmörg skot og allt Arsenal-liðið til samans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×