Enski boltinn

Einn og sami maðurinn á bak við öll hvítu brosin hjá Liverpool-mönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Firmino fyrir og eftir.
Roberto Firmino fyrir og eftir. Samsett/Getty
Tannlæknirinn RobbieHughes eignar sér smá hluta í velgengni Liverpool liðsins eftir að JürgenKlopp settist í stjórastólinn á Anfield.

Ástæðan er að hann sér um hvítu tennurnar hjá brosmildum Liverpool mönnum og segist hafa skilið eftir pínulítinn heillagrip í tönnum þeirra.

„Síðan JürgenKlopp kom til mín og lét laga tennurnar sína þá hefur Liverpool ekki tapað mörgum leikjum,“ segir RobbieHughes.

Breska ríkisútvarpið fór af stað og hitti manninn á bak við hvítu brosin hjá leikmönnum og knattspyrnustjóra Liverpool.





„Ég tek eftir tönnunum hjá öllum því þetta er mitt starf,“ segir RobbieHughes og nefnir JürgenKlopp, PhilCoutinho og RobertoFirmino. SadioMane hefur líka komið til hans.

„Um leið og ég kíki inn í munninn þeirra þá er þetta bara eins og hver annar munnur fyrir mig,“ segir RobbieHughes.

„Það sem við gerum er að gefa fólki nýtt bros hvort sem það er með því að stækka tennur, gera tennurnar hvítari eða breyta lögun þeirra. Svo pössum við upp á það að þetta nýja bros passi í andlit viðkomandi,“ segir Hughes.

RobbieHughes fór síðan yfir það sem hann gerði fyrir Brasilíumanninn RobertoFirmino. Það má sjá myndband BBC um þennan merkilega tannlækni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×