Kallaður Páll Kvísling Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2019 09:16 Páll Magnússon nafngreinir nú þann mann sem hann telur fara fram með ósæmilegum hætti á netinu, í dólgslegum skrifum um mann og annan. Bak við hann má sjá Ásmund Friðriksson sem tengist umræddu máli. fbl/ernir „Ég nefndi engin dæmi um þetta en er nú kominn á þá skoðun að það verði að benda á brestina ef það á að vera hægt að laga þá,“ segir Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Og nefnir til sögunnar nafna sinn Pál Þór Guðmundsson, sem þingmaðurinn telur að hafi farið offari með subbuskap í netskrifum sínum. Skömmu eftir áramót lýsti Páll því sem hann sagði spillt andrúmsloft og baktal í nánu samfélagi Vestmannaeyja. Hann sagði þá rógmælgina rekja til ýmissa hitamála í Eyjum á borð við yfirtöku bæjarins á starfsemi Herjólfs og hvetur Eyjamenn til að sýna hver öðrum virðingu. Mátti þetta vera til marks um að allt logaði stafna á milli í pólitíkinni í Eyjum.Kallaður Páll Kvísling Nú stígur Páll skrefið til fulls og lýsir því nánar í pistli sem hann birtir á Eyjafréttum til hvers hann var að vísa. „Í kjölfar opins fundar þingflokks Sjálfstæðismanna í Ásgarði síðasta föstudag birti Ásmundur Friðriksson fjölmargar myndir frá fundinum á facebook síðu sinni, eins og hann er vanur. Á einni þeirra mátti sjá heiðursmennina Stefán Geir Gunnarsson og Stefán Jónsson. Myndin fylgir hér greininni. Undir þessa mynd skrifaði Páll Þór Guðmundsson þessa athugasemd: Kvislingar. (Reyndar skrifaði hann líka „Páll Kvísling“ undir mynd sem ég var á en látum það liggja milli hluta. Ég er víst það sem kallast opinber persóna og á að þola svona aðkast. Það er líka rétt að taka fram að Ásmundur eyddi þessu af síðunni sinni þannig að þetta er ekki þar lengur),“ skrifar Páll. Hvers eiga þeir Stebbi Geir og Stebbi á Grund að gjalda? Páll heldur áfram og spyr hvers þeir heiðursmenn Stebbi Geir og Stebbi á Grund eigi að gjalda? „Íslensk orðabók segir að merking orðsins kvislingur sé „landráðamaður, sá sem svíkur land sitt í hendur óvinaher”. Orðið er auðvitað dregið af nafni norska nasistans Vidkun Quisling sem var handbendi Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni og Norðmenn dæmdu til dauða fyrir landráð eftir stríðið. Hann var m.a. sakaður um að vera valdur að dauða um 1000 norskra Gyðinga.“ Þetta segir Páll ekki boðlegt: „Þetta er sem sé maðurinn sem Páll Þór Guðmundsson telur sér sæmandi að líkja þeim við, Stebba í Gerði og Stebba á Grund. Og af hverju líkir Páll þeim við landráðamann og morðingja? Jú, vegna þess að þeir höfðu aðra skoðun en hann í bæjarpólitíkinni.“ Páll lýkur pistli sínum á því að vísa til þess að allir eigi að geta verið sammála um að svona talsmáti um samferðarfólk gangi ekki. Alþingi Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. 4. janúar 2019 22:29 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Sjá meira
„Ég nefndi engin dæmi um þetta en er nú kominn á þá skoðun að það verði að benda á brestina ef það á að vera hægt að laga þá,“ segir Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Og nefnir til sögunnar nafna sinn Pál Þór Guðmundsson, sem þingmaðurinn telur að hafi farið offari með subbuskap í netskrifum sínum. Skömmu eftir áramót lýsti Páll því sem hann sagði spillt andrúmsloft og baktal í nánu samfélagi Vestmannaeyja. Hann sagði þá rógmælgina rekja til ýmissa hitamála í Eyjum á borð við yfirtöku bæjarins á starfsemi Herjólfs og hvetur Eyjamenn til að sýna hver öðrum virðingu. Mátti þetta vera til marks um að allt logaði stafna á milli í pólitíkinni í Eyjum.Kallaður Páll Kvísling Nú stígur Páll skrefið til fulls og lýsir því nánar í pistli sem hann birtir á Eyjafréttum til hvers hann var að vísa. „Í kjölfar opins fundar þingflokks Sjálfstæðismanna í Ásgarði síðasta föstudag birti Ásmundur Friðriksson fjölmargar myndir frá fundinum á facebook síðu sinni, eins og hann er vanur. Á einni þeirra mátti sjá heiðursmennina Stefán Geir Gunnarsson og Stefán Jónsson. Myndin fylgir hér greininni. Undir þessa mynd skrifaði Páll Þór Guðmundsson þessa athugasemd: Kvislingar. (Reyndar skrifaði hann líka „Páll Kvísling“ undir mynd sem ég var á en látum það liggja milli hluta. Ég er víst það sem kallast opinber persóna og á að þola svona aðkast. Það er líka rétt að taka fram að Ásmundur eyddi þessu af síðunni sinni þannig að þetta er ekki þar lengur),“ skrifar Páll. Hvers eiga þeir Stebbi Geir og Stebbi á Grund að gjalda? Páll heldur áfram og spyr hvers þeir heiðursmenn Stebbi Geir og Stebbi á Grund eigi að gjalda? „Íslensk orðabók segir að merking orðsins kvislingur sé „landráðamaður, sá sem svíkur land sitt í hendur óvinaher”. Orðið er auðvitað dregið af nafni norska nasistans Vidkun Quisling sem var handbendi Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni og Norðmenn dæmdu til dauða fyrir landráð eftir stríðið. Hann var m.a. sakaður um að vera valdur að dauða um 1000 norskra Gyðinga.“ Þetta segir Páll ekki boðlegt: „Þetta er sem sé maðurinn sem Páll Þór Guðmundsson telur sér sæmandi að líkja þeim við, Stebba í Gerði og Stebba á Grund. Og af hverju líkir Páll þeim við landráðamann og morðingja? Jú, vegna þess að þeir höfðu aðra skoðun en hann í bæjarpólitíkinni.“ Páll lýkur pistli sínum á því að vísa til þess að allir eigi að geta verið sammála um að svona talsmáti um samferðarfólk gangi ekki.
Alþingi Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. 4. janúar 2019 22:29 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Sjá meira
Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. 4. janúar 2019 22:29