Enski boltinn

Var að ganga í raðir Barcelona en hrósar Ronaldo í hástert

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo fagnar sigurmarkinu í gær.
Ronaldo fagnar sigurmarkinu í gær. vísir/getty
Hinn ungi og efnilegi miðjumaður Ajax, Frenkie de Jong, sem hefur nú þegar skrifað undir samning við Barcelona hrósaði Cristinao Ronaldo í hástert eftir leik liðanna í gærkvöldi.

Ajax og Juventus gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik átta liða úrslitana í Meistaradeildinni. Ronaldo kom Juventus yfir undir lok fyrri hálfleiks en David Neres jafnaði á upphafssekúndum síðari hálfleiks.







Mark Ronaldo kom með skalla eftir fyrirgjöf og segir Frenkie að hann hafi vitað í hvað stefndi er Ronaldo fékk þetta færi í leiknum.

„Þú veist að þegar Ronaldo fær boltann á þessu svæði og er að fara skalla boltann, þá ertu nánast viss um að hann skori. Hann hefur gert þetta í fimmtán ár og þetta eru mikil gæði hjá honum,“ sagði Frenkie.

„Þetta eru frábær gæði. Þetta er ekki það að ég njóti þess ekki að horfa á hann. Við fundum bara fyrir gæðum hans,“ sagði Frenkie.

Eins og áður segir hefur miðjumaðurinn öflugi nú þegar skrifað undir fimm ára samning við spænska risann, Barcelona, og gengur hann í raðir félagsins í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×