Íslenski boltinn

Guðjón Pétur á förum frá KA án þess að hafa spilað deildarleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón þarf nú að finna sér nýtt lið.
Guðjón þarf nú að finna sér nýtt lið. VÍSIR/ANTON BRINK

Guðjón Pétur Lýðsson er á förum frá KA og mun því ekki spila með liðinu í Pepsi Max-deildinni í sumar. Þetta herma heimildir íþróttadeildar.

Það þótti mikill hvalreki er KA tilkynnti að Guðjón Pétur hefði gengið í raðir Akureyrarfélagsins í byrjun nóvembermánaðar síðasta vetur.

Nú fimm mánuðum síðar stefnir allt í það að Guðjón muni yfirgefa félagið en innan við þrjár vikur eru í að Pepsi Max-deildin hefjist.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net mætti Guðjón Pétur ekki í æfingaleik liðsins gegn Völsungi í vikunni og hefur heldur ekki mætt á æfingar.

Guðjón Pétur er afar reynslumikill leikmaður. Hann hefur leikið 273 leiki í meistaraflokki, þar af 179 leiki í efstu deild, og skorað í þeim 59 mörk.

Uppfært: KA hefur nú staðfest að Guðjón Pétur hefur yfirgefið félagið af fjölskylduástæðum. Tilkynningu KA má lesa á vef félagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.