Íslenski boltinn

Tryggvi kominn með Vængina í aðra umferð Mjólkurbikarsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson. vísir/skjáskot
Lærisveinar Tryggva Guðmundssonar í Vængjum Júpiters eru komnir í aðra umferð Mjóklurbikarsins eftir 9-0 sigur á Kóngunum í fyrstu umferðinni á heimavelli í kvöld.Tryggvi tók við liði Vængja Júpiters í vetur en þeir spila í D-deildinni. Reynir Sandgerði hafði betur gegn KFG í framlengdum leik þar sem sigurmarkið kom á 101. mínútu.Eiríkur Viljar Kúld afgreiddi Björninn er ÍH vann 3-0 í uppgjöri 4. deildarliðanna og Ægir vann 2-0 sigur á Fenrir. Að lokum unnu Mídas 1-0 sigur á Ísbirninum en ekki er vitað hvernig leikur Kría og KÁ endaði.Öll úrslit og markaskorar eru fengnir frá úrslit.net en tólf leikir fara fram í Mjólkurbikarnum á morgun.Úrslit kvöldsins:

Vængir Júpiters - Kóngarnir 9-0

Fenrir - Ægir 0-2

KFG - Reynir Sandgerði 1-2

Mídas - Ísbjörninn 1-0

ÍH - Björninn 3-0

Óvíst er hvernig leikur Kría og KÁ endaði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.