Íslenski boltinn

Tryggvi kominn með Vængina í aðra umferð Mjólkurbikarsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson. vísir/skjáskot

Lærisveinar Tryggva Guðmundssonar í Vængjum Júpiters eru komnir í aðra umferð Mjóklurbikarsins eftir 9-0 sigur á Kóngunum í fyrstu umferðinni á heimavelli í kvöld.

Tryggvi tók við liði Vængja Júpiters í vetur en þeir spila í D-deildinni. Reynir Sandgerði hafði betur gegn KFG í framlengdum leik þar sem sigurmarkið kom á 101. mínútu.

Eiríkur Viljar Kúld afgreiddi Björninn er ÍH vann 3-0 í uppgjöri 4. deildarliðanna og Ægir vann 2-0 sigur á Fenrir. Að lokum unnu Mídas 1-0 sigur á Ísbirninum en ekki er vitað hvernig leikur Kría og KÁ endaði.

Öll úrslit og markaskorar eru fengnir frá úrslit.net en tólf leikir fara fram í Mjólkurbikarnum á morgun.

Úrslit kvöldsins:
Vængir Júpiters - Kóngarnir 9-0
Fenrir - Ægir 0-2
KFG - Reynir Sandgerði 1-2
Mídas - Ísbjörninn 1-0
ÍH - Björninn 3-0
Óvíst er hvernig leikur Kría og KÁ endaði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.