Íslenski boltinn

Stórsigrar og framlenging í leikjum dagsins í Mjólkurbikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján Ómar Björnsson er þjálfari Hauka.
Kristján Ómar Björnsson er þjálfari Hauka. vísir/ilhelm
Fjölmörg lið tryggu sig áfram í aðra umferð Mjólkurbikarsins í knattspyrnu en níu leikjum er lokið í dag.Haukar rúlluðu yfir KFS frá Vestmannaeyjum, 5-2, en staðan var 1-1 eftir sjö mínútur. Þá settu Haukarnir í gír og leiddu 5-1 tuttugu mínútum síðar og afgreiddu leikinn.Bjarni Jóhannsson og lærisveinar í Vestra eru komnir áfram eftir 1-0 sigur á Víði en KF lenti í kröppum dansi gegn Nökkva á Akureyri. KF vann 4-2 að lokinni framlengingu.Öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan.Úrslit dagsins:

Augnablik - Árborg 8-1

Kórdrengir - KM 7-0

Dalvík/Reynir - Samherjar 6-0

Vestri - Víðir 1-0

Sindri - Leiknir F. 5-1

Tindastóll - Æskan 5-0

Nökkvi - KF 2-4

Höttur/Huginn - Einherji 3-1

Haukar - KFS 5-2

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.