Íslenski boltinn

Stórsigrar og framlenging í leikjum dagsins í Mjólkurbikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján Ómar Björnsson er þjálfari Hauka.
Kristján Ómar Björnsson er þjálfari Hauka. vísir/ilhelm

Fjölmörg lið tryggu sig áfram í aðra umferð Mjólkurbikarsins í knattspyrnu en níu leikjum er lokið í dag.

Haukar rúlluðu yfir KFS frá Vestmannaeyjum, 5-2, en staðan var 1-1 eftir sjö mínútur. Þá settu Haukarnir í gír og leiddu 5-1 tuttugu mínútum síðar og afgreiddu leikinn.

Bjarni Jóhannsson og lærisveinar í Vestra eru komnir áfram eftir 1-0 sigur á Víði en KF lenti í kröppum dansi gegn Nökkva á Akureyri. KF vann 4-2 að lokinni framlengingu.

Öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

Úrslit dagsins:
Augnablik - Árborg 8-1
Kórdrengir - KM 7-0
Dalvík/Reynir - Samherjar 6-0
Vestri - Víðir 1-0
Sindri - Leiknir F. 5-1
Tindastóll - Æskan 5-0
Nökkvi - KF 2-4
Höttur/Huginn - Einherji 3-1
Haukar - KFS 5-2Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.