Enski boltinn

Stjóri Barnsley missti tvær tennur eftir að Barton réðst á hann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Barton er ekki sá eðlilegasti.
Barton er ekki sá eðlilegasti. vísir/getty
Daniel Stendel, knattspyrnustjóri Barnsley, missti tvær tennur þegar Joey Barton, stjóri Fleetwood Town, réðst á hann eftir leik liðanna í ensku C-deildinni á laugardaginn. Barnsley vann leikinn, 4-2.Vitni sáu Barton ráðast á Stendel, skalla hann og kýla. Stendel var tveimur tönnum fátækari eftir árásina samkvæmt Mirror.Barton var stöðvaður af lögreglu á leið sinni af vellinum á laugardaginn. Tekin var skýrsla af Barton og lögreglan mun ræða aftur við hann í vikunni. Ekki hefur enn verið tekin skýrsla af Stendel. Þegar því er lokið gæti hann lagt fram kæru á Barton.Talið er að Barton hafi enn verið pirraður yfir einhverju sem gerðist í fyrri leik liðanna í september sem Barnsley vann, 1-3. Eftir leikinn á laugardaginn tókust Barton og Stendel í hendur. Barton átti þó eitthvað vantalað við Stendel og hljóp sem fætur toguðu til búningsherbergja á eftir honum.Barton er þekktur vandræðagemsi og kom sér oft og iðulega í vandræði á leikmannaferlinum. Honum lauk þegar Barton var dæmdur í 18 mánaða bann fyrir veðmálamisferli. Hann tók við Fleetwood degi eftir að banninu lauk.Fleetwood er í 11. sæti C-deildarinnar en Barnsley í 2. sætinu.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.