Enski boltinn

Réðst Joey Barton á stjóra Barnsley?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Barton er ekki eins og fólk er flest.
Barton er ekki eins og fólk er flest. vísir/getty

Lögreglan á Englandi rannsakar nú hvort Joey Barton, stjóri Fleetwood, hafi ráðist á Daniel Stendel, stjóra Barnsley, eftir leik liðanna í ensku C-deildinni í dag.

Fleetwood tapaði leiknum 4-2 á útivelli og skiptust stjórarnir á orðum í göngunum er þeir löbbuðu til búningsherbergja eftir leikinn.

Eitthvað mikið hefur gengið á en heimildir Sky Sports herma að Barton hafi ráðist á Daniel. Nú er lögreglan komin í málið og rannsakar nú meinta árás.

Barton hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar komið sér í ýmis vandræði. Fleetwood er í ellefta sæti deildarinnar en Barnsley er númer tvö.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá er Barton ætlaði að keyra burt frá leikvangi Barnsley en var stöðvaður af lögreglunni. Smella þarf á tístið til þess að sjá myndbandið.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.