Enski boltinn

Réðst Joey Barton á stjóra Barnsley?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Barton er ekki eins og fólk er flest.
Barton er ekki eins og fólk er flest. vísir/getty
Lögreglan á Englandi rannsakar nú hvort Joey Barton, stjóri Fleetwood, hafi ráðist á Daniel Stendel, stjóra Barnsley, eftir leik liðanna í ensku C-deildinni í dag.Fleetwood tapaði leiknum 4-2 á útivelli og skiptust stjórarnir á orðum í göngunum er þeir löbbuðu til búningsherbergja eftir leikinn.Eitthvað mikið hefur gengið á en heimildir Sky Sports herma að Barton hafi ráðist á Daniel. Nú er lögreglan komin í málið og rannsakar nú meinta árás.Barton hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar komið sér í ýmis vandræði. Fleetwood er í ellefta sæti deildarinnar en Barnsley er númer tvö.Í myndbandinu hér að neðan má sjá er Barton ætlaði að keyra burt frá leikvangi Barnsley en var stöðvaður af lögreglunni. Smella þarf á tístið til þess að sjá myndbandið.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.