Fagnar því að Solskjær lenti í vandræðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. apríl 2019 11:00 Ole Gunnar Solskjær virtist ekki geta tapað til að byrja með. vísir/getty Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og sérfræðingur Sky Sports um ensku úrvalsdeildina, segir að Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, sé að læra meira um liðið sitt og leikmenn núna en í fyrstu leikjunum eftir að hann tók við. Hveitibrauðsdagar Solskjærs virtust engan enda ætla að taka en hann vann fyrstu níu leiki sína við stýrið hjá United, þar af vann hann Lundúnarliðin Arsenal, Chelsea og Tottenham öll á útivelli og kom United á ótrúlegan hátt í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið hefur aftur á móti dalað undanfarnar vikur. Það er búið að tapa fyrir Arsenal og Barcelona og tvívegis fyrir Úlfunum bæði í deild og bikar. United er ekki lengur í bílstjórasætinu þegar kemur að baráttunni um Meistaradeildarsæti og á erfiðan leik fyrir höndum gegn Barcelona í kvöld. - Is the honeymoon period over for Ole Gunnar Solskjaer at Manchester United?@GNev2 says it may not be such a bad thing for the new manager... pic.twitter.com/Gd0KcK98Xz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 16, 2019 „Ole er búinn að vera í basli eftir PSG-leikinn en ég er að ákveðnu leyti frekar ánægður því það hefði bara verið blekkingarleikur fyrir alla ef allt hefði verið í blóma til loka leiktíðar,“ sagði Neville í Monday Night Football í gærkvöldi. „Mér fannst alltaf réttur tími að tilkynna áframhaldandi veru hans í lok mars eða byrjun apríl því ef menn vildu halda Ole þurfti hann að fá tíma til að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð.“ „Ole lærir meira á þessum síðustu vikum tímabilsins um leikmenn sína heldur en hann gerði á fyrstu sex til átta vikunum þegar allt gekk upp. Það var hreint ótrúlegt að fylgjast með liðinu á þeim tíma. Leikurinn gegn PSG var eitt besta kvöld sem ég hef átt sem stuðningsmaður Manchester United,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og sérfræðingur Sky Sports um ensku úrvalsdeildina, segir að Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, sé að læra meira um liðið sitt og leikmenn núna en í fyrstu leikjunum eftir að hann tók við. Hveitibrauðsdagar Solskjærs virtust engan enda ætla að taka en hann vann fyrstu níu leiki sína við stýrið hjá United, þar af vann hann Lundúnarliðin Arsenal, Chelsea og Tottenham öll á útivelli og kom United á ótrúlegan hátt í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið hefur aftur á móti dalað undanfarnar vikur. Það er búið að tapa fyrir Arsenal og Barcelona og tvívegis fyrir Úlfunum bæði í deild og bikar. United er ekki lengur í bílstjórasætinu þegar kemur að baráttunni um Meistaradeildarsæti og á erfiðan leik fyrir höndum gegn Barcelona í kvöld. - Is the honeymoon period over for Ole Gunnar Solskjaer at Manchester United?@GNev2 says it may not be such a bad thing for the new manager... pic.twitter.com/Gd0KcK98Xz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 16, 2019 „Ole er búinn að vera í basli eftir PSG-leikinn en ég er að ákveðnu leyti frekar ánægður því það hefði bara verið blekkingarleikur fyrir alla ef allt hefði verið í blóma til loka leiktíðar,“ sagði Neville í Monday Night Football í gærkvöldi. „Mér fannst alltaf réttur tími að tilkynna áframhaldandi veru hans í lok mars eða byrjun apríl því ef menn vildu halda Ole þurfti hann að fá tíma til að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð.“ „Ole lærir meira á þessum síðustu vikum tímabilsins um leikmenn sína heldur en hann gerði á fyrstu sex til átta vikunum þegar allt gekk upp. Það var hreint ótrúlegt að fylgjast með liðinu á þeim tíma. Leikurinn gegn PSG var eitt besta kvöld sem ég hef átt sem stuðningsmaður Manchester United,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira