Aldrei unnið Barcelona á Nývangi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2019 16:30 Frægasta mark Ole Gunnars Solskjær kom á Nývangi. Núna er verkefni hans að stýra sínum mönnum til sigurs á þessum sögufræga leikvangi til að Manchester United komist áfram í Meistaradeild Evrópu. vísir/getty Til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þarf Manchester United að gera svolítið sem liðið hefur aldrei gert áður; vinna Barcelona á Nývangi. United hefur unnið leik á Nývangi í Barcelona og þeirri stund gleyma stuðningsmenn liðsins aldrei. United tryggði sér þá Evrópumeistaratitilinn með því að skora tvö mörk í uppbótartíma gegn Bayern München þann 26. maí 1999. Ole Gunnar Solskjær skoraði sigurmark United í umræddum leik. Tuttugu árum síðar er hann knattspyrnustjóri United sem þarf að vinna Barcelona á Nývangi til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Staða United er snúin þar sem Barcelona vann fyrri leikinn á Old Trafford, 0-1. United hefur fjórum sinnum áður mætt Barcelona á Nývangi. Tveir leikir töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. United og Barcelona mættust á Nývangi í fyrri leiknum í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa 1984. Börsungar unnu leikinn 2-0 en United-menn náðu fram hefndum í seinni leiknum á Old Trafford sem þeir unnu 3-0. Bryan Robson skoraði tvö marka United og í leikslok báru stuðningsmenn liðsins hann af velli. Barcelona tók United í kennslustund þegar liðin mættust á Nývangi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 1994-95 og vann 4-0 sigur. Hristo Stoichkov (2), Romário og Albert Ferrer skoruðu mörk Börsunga. Tímabilið 1998-99 mættust United og Barcelona aftur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Báðir leikirnir fóru 3-3. Í leiknum á Nývangi náði samvinna framherjaparsins Andys Cole og Dwight Yorke nýjum hæðum en þeir skoruðu öll þrjú mörk United. Brasilíumennirnir Rivaldo (2) og Sonny Anderson skoruðu mörk Börsunga. United og Barcelona mættust svo í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2007-08. Cristiano Ronaldo klúðraði vítaspyrnu í fyrri leiknum á Nývangi sem endaði með markalausu jafntefli. United vann seinni leikinn á Old Trafford, 1-0, með marki Pauls Scholes. United og Barcelona hafa alls mæst tólf sinnum. Barcelona hefur unnið fimm leiki, United þrjá og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Leikur Barcelona og Manchester United hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær mun ekki minnast á stærstu stund fótboltaferilsins Sigurinn á Nývangi 1999 verður ekki notaður í liðsræðum Norðmannsins. 15. apríl 2019 08:30 Man. United þarf annað kraftaverk á Nývangi Manchester United mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 16. apríl 2019 09:30 Messan um Pogba: „Engin trú á að hann verði í heimsklassa“ Paul Pogba sá um að tryggja Manchester United sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sérfræðingar Messunnar á Stöð 2 Sport voru þó ekkert sérlega hrifnir af frammistöðu Frakkans. 15. apríl 2019 12:30 Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00 Fagnar því að Solskjær lenti í vandræðum Hveitibrauðsdagar Ole Gunnar Solskjær eru svo sannarlega búnir á Old Trafford. 16. apríl 2019 11:00 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þarf Manchester United að gera svolítið sem liðið hefur aldrei gert áður; vinna Barcelona á Nývangi. United hefur unnið leik á Nývangi í Barcelona og þeirri stund gleyma stuðningsmenn liðsins aldrei. United tryggði sér þá Evrópumeistaratitilinn með því að skora tvö mörk í uppbótartíma gegn Bayern München þann 26. maí 1999. Ole Gunnar Solskjær skoraði sigurmark United í umræddum leik. Tuttugu árum síðar er hann knattspyrnustjóri United sem þarf að vinna Barcelona á Nývangi til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Staða United er snúin þar sem Barcelona vann fyrri leikinn á Old Trafford, 0-1. United hefur fjórum sinnum áður mætt Barcelona á Nývangi. Tveir leikir töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. United og Barcelona mættust á Nývangi í fyrri leiknum í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa 1984. Börsungar unnu leikinn 2-0 en United-menn náðu fram hefndum í seinni leiknum á Old Trafford sem þeir unnu 3-0. Bryan Robson skoraði tvö marka United og í leikslok báru stuðningsmenn liðsins hann af velli. Barcelona tók United í kennslustund þegar liðin mættust á Nývangi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 1994-95 og vann 4-0 sigur. Hristo Stoichkov (2), Romário og Albert Ferrer skoruðu mörk Börsunga. Tímabilið 1998-99 mættust United og Barcelona aftur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Báðir leikirnir fóru 3-3. Í leiknum á Nývangi náði samvinna framherjaparsins Andys Cole og Dwight Yorke nýjum hæðum en þeir skoruðu öll þrjú mörk United. Brasilíumennirnir Rivaldo (2) og Sonny Anderson skoruðu mörk Börsunga. United og Barcelona mættust svo í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2007-08. Cristiano Ronaldo klúðraði vítaspyrnu í fyrri leiknum á Nývangi sem endaði með markalausu jafntefli. United vann seinni leikinn á Old Trafford, 1-0, með marki Pauls Scholes. United og Barcelona hafa alls mæst tólf sinnum. Barcelona hefur unnið fimm leiki, United þrjá og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Leikur Barcelona og Manchester United hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær mun ekki minnast á stærstu stund fótboltaferilsins Sigurinn á Nývangi 1999 verður ekki notaður í liðsræðum Norðmannsins. 15. apríl 2019 08:30 Man. United þarf annað kraftaverk á Nývangi Manchester United mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 16. apríl 2019 09:30 Messan um Pogba: „Engin trú á að hann verði í heimsklassa“ Paul Pogba sá um að tryggja Manchester United sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sérfræðingar Messunnar á Stöð 2 Sport voru þó ekkert sérlega hrifnir af frammistöðu Frakkans. 15. apríl 2019 12:30 Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00 Fagnar því að Solskjær lenti í vandræðum Hveitibrauðsdagar Ole Gunnar Solskjær eru svo sannarlega búnir á Old Trafford. 16. apríl 2019 11:00 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Solskjær mun ekki minnast á stærstu stund fótboltaferilsins Sigurinn á Nývangi 1999 verður ekki notaður í liðsræðum Norðmannsins. 15. apríl 2019 08:30
Man. United þarf annað kraftaverk á Nývangi Manchester United mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 16. apríl 2019 09:30
Messan um Pogba: „Engin trú á að hann verði í heimsklassa“ Paul Pogba sá um að tryggja Manchester United sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sérfræðingar Messunnar á Stöð 2 Sport voru þó ekkert sérlega hrifnir af frammistöðu Frakkans. 15. apríl 2019 12:30
Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00
Fagnar því að Solskjær lenti í vandræðum Hveitibrauðsdagar Ole Gunnar Solskjær eru svo sannarlega búnir á Old Trafford. 16. apríl 2019 11:00