Enski boltinn

Messan um Pogba: „Engin trú á að hann verði í heimsklassa“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pogba fagnar öðru marka sinna um helgina
Pogba fagnar öðru marka sinna um helgina vísir/getty

Paul Pogba sá um að tryggja Manchester United sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sérfræðingar Messunnar á Stöð 2 Sport voru þó ekkert sérlega hrifnir af frammistöðu Frakkans.

„Það er svo pirrandi að fylgjast með þessum manni því maður veit hversu góður hann gæti verið,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson í þætti gærkvöldsins.

„Það er svo mikill óstöðugleiki í honum og mikið af röngum ákvörðunum sem hann er að taka.“

„Þetta er að mínu mati leikmaður sem á að vera orðinn heimsklassa leikmaður, ef hann ætlar að verða það. En ég hef bara enga trú á því að hann sé að fara að ná því.“

„Hann getur þetta allt og hann er frábær leikmaður, en það er eins og hann vilji vera með einhverja sýnimennsku,“ bætti Ólafur Ingi Skúlason við.

Pogba skoraði bæði mörk United úr vítaspyrnum, en þeir rauðu unnu leikinn 2-1. Hann var mikið gagnrýndur fyrir það hvernig hann tók vítaspyrnur fyrr í vetur, þegar hann tók fjölmörg lítil skref í aðhlaupinu. Hann er hins vegar hættur því í dag.

„Þetta er einhver sýning,“ sagði Jóhannes Karl.

„Hann hefur örugglega horft á þetta og hugsað bara, hvað er ég að gera? Þetta er fáránlegt,“ sagði Ólafur Ingi.

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.


Klippa: Messan: Pirrandi að horfa á Pogba


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.