Enski boltinn

Liverpool, Barcelona og Bayern sögð áhugasöm en búinn að semja við Frankfurt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jovic í leik með Frankfurt.
Jovic í leik með Frankfurt. vísir/getty

Eintracht Frankfurt hefur ákveðið að virkja klásúlu í samningi við Luka Jovic og kaupa hann en hann er nú með samning við félagð til júní 2023.

Jovic hefur verið orðaður við stór félög, víðs vegar um Evrópu undanfarna mánuði, en Liverpool sem og Barcelona og Bayern Munchen voru talinn áhugasöm um kappann.

Jovc hefur verið á láni hjá Frankfurt síðustu tvær leiktíðir en hann skoraði átta mörk í 22 leikjum á sínu fyrsta tímabili í þýsku úrvalsdeildinni.

Á þessari leiktíð hefur hann farið á kostum; skorað sautján mörk og lagt upp átta mörk í 27 leikjum.

Hann hefur leikið stórt hlutverk í liði Frankfurt sem hefur gert það gott í Evrópudeildinni í ár en þeir eru komnir í átta liða úrslitin. Þeir mæta Benfica, fyrrum vinnuveitendum Jovic, annað kvöld.

„Framþróun Jovic hefur verið frábær. Það var aldrei spurning um að við vildum semja við hann. Hann er leikmaður með ótrúlega hæfileika. Það var mikilvægt fyrir okkur að klófesta hann,“ sagði Fredi Bobic, stjórnarmaður Frankfurt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.