Enski boltinn

„Van der Daart“ reynir fyrir sér í pílunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Der Vaart hress og kátur.
Van Der Vaart hress og kátur. vísir/getty

Rafael van der Vaart, fyrrum knattspyrnumaður, hefur greint frá því hann vilji bara í pílunni og mun hann keppa á sínu fyrsta móti í næsta mánuði.

Van Der Vaart spilaði 109 landsleiki fyrir Holland og skoraði í þeim 25 mörk en hann var í liði Hollendinga sem komst í úrslitaleikinn á HM 2010.

Hann lék meðal annars með Tottenham, Real Madrid og Ajax en eftir misheppnaða dvöl í Danmörku ákvað hann að leggja skóna á hilluna á síðasta ári.

Hann býr nú í Danmörku þar sem unnusta hans leikur með handboltaliði Esbjerg en það verður einmitt í Esbjerg þar sem Van Der Vaart keppir á sínu fyrsta móti í næsta mánuði.

Mótið fer fram um helgina fjórða til fimmta maí en Rafael verður ekki sá eini frá Van Der Vaart fjölskyldunni sem keppir á mótinu því bróðir hans Fernando mun einnig reyna fyrir sér í pílunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.