Enski boltinn

„Van der Daart“ reynir fyrir sér í pílunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Der Vaart hress og kátur.
Van Der Vaart hress og kátur. vísir/getty
Rafael van der Vaart, fyrrum knattspyrnumaður, hefur greint frá því hann vilji bara í pílunni og mun hann keppa á sínu fyrsta móti í næsta mánuði.

Van Der Vaart spilaði 109 landsleiki fyrir Holland og skoraði í þeim 25 mörk en hann var í liði Hollendinga sem komst í úrslitaleikinn á HM 2010.

Hann lék meðal annars með Tottenham, Real Madrid og Ajax en eftir misheppnaða dvöl í Danmörku ákvað hann að leggja skóna á hilluna á síðasta ári.

Hann býr nú í Danmörku þar sem unnusta hans leikur með handboltaliði Esbjerg en það verður einmitt í Esbjerg þar sem Van Der Vaart keppir á sínu fyrsta móti í næsta mánuði.

Mótið fer fram um helgina fjórða til fimmta maí en Rafael verður ekki sá eini frá Van Der Vaart fjölskyldunni sem keppir á mótinu því bróðir hans Fernando mun einnig reyna fyrir sér í pílunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×