Enski boltinn

Salah: Verðum að koma betur fram við konur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mohamed Salah hefur beðið eftir marki í að verða tvo mánuði.
Mohamed Salah hefur beðið eftir marki í að verða tvo mánuði. Getty/Robbie Jay Barratt

Mohamed Salah er ein af 100 áhrifaríkustu manneskjum jarðar samkvæmt TIME tímaritinu. Hann segir menn þurfa að koma betur fram við konur í Mið-austurlöndunum.

Egyptinn notaði tækifærið þegar bandaríska blaðið nefndi hann eina af hundrað áhrifamestu manneskjum jarðar og talaði um jafnrétti í viðtali sínu við blaðið, en hann er einn af þeim sex sem voru valin til þess að vera á forsíðu blaðsins.

„Við þurfum að breyta því hvernig við komum fram við konur í okkar menningu,“ sagði framherjinn og átti þá sérstaklega við Mið-austurlöndin og menningu múslima.

„Ég styð konur miklu meira í dag en ég gerði áður af því ég trúi því að konur eigi meira skilið heldur en það sem þær fá í dag.“

Grínistinn John Oliver skrifaði grein um Salah fyrir blaðið og hann skrifaði meðal annars:

„Mo Salah er betri manneskja en hann er fótboltamaður. Og hann er einn af bestu fótboltamönnum heims.“

„Hann er goðsögn í augum Egypta, Liverpool-manna og múslima alls staðar í heiminum en þrátt fyrir það kemur hann alltaf fram af auðmýkt.“

Ein af sex forsíðum Time tímaritsins mynd/time


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.